Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1919, Page 4

Skinfaxi - 01.06.1919, Page 4
44 SKINFAXI bandi, er að vísu mennirnir sem byggja heiminn, en það er sá bluti þeirra sem út snýr, ranghverfan, skurnið. Guðseðlið, kjarni mannanna, er innar og verður ekki greindur í því ljósi sem við vanalega sjáum heiminn í. Hættu- legasta hrapið, sem við getum átt á hættu, er því hrapið úr jáliti sjálfra okkar. Við því hrapi þurfum við að spyrna til þess ýtrasta. Jóhannes Davíðsson. Mesta vandamál nngmennafélaganna. Eftir Jón H. J>orbergsson. Eg þarf ekki að rökstyðja þessa stað- hæfingu fram yfir það, sem eg hefi gert hér að framan. Enda er liún svo aug- ljós sannleikur, að fáir munu mótmæla henni. Eg skal að eins benda á það sem dæmi, að S. p. U. hafa nú liafið fjár- söfnun og undirbúning til stofnunar héraðsskóla í þingeyjarsýslu, og safnað þúsundum króna innan sjálfra félag- anna. ]?að þarf engum blöðum um það að fletta, að félög, sem færast í fang stærstu framfaramál héraðsins, eru ekki ungmennafélög heldur félög þrosk- aðra manna. Eg slcal taka það skýrt fram, að hér er ekki um neitt ásökunarefni að ræða. petta hlaut að fara svona. Hugarstefnur manna, áhugamál og viðfangsefni hljóta að breytast eftir því sem menn eldast og þroskast. En þá komum við aftur að þeirri spurningu: Hvernig er hugsjónum ung- mennafélaganna í sveit komið í þessum félögum ? Eg benti á það hér að framan, að viðfangsefnin hefðu breyst eftir því sem félögin eltust, sökum þess að hinir þroskaðri félagsmenn, sem beittu sér fyrir, fundu ekki lengur fullnægju kröftum sínum og starfslöngun í sjálf- um stefnuskrármálunum. Félögin tóku því á sig blæ hinna þroskaðri og þeir réðu því ósjálfrátt, livaða mál félögin höfðu með höndum. J?ess vegna hafa hugsjónamálin borist fyrir borð, án þess að það hafi verið af ásetningi gert. Hug- sjónamálum æskunnar hlýtur því að vera illa fyrir komið i félögum, sem hafa verklegar framkvæmdir fyrir sín aðal mál. Æskumaðurinn sér í hyllingum og lifir í draumum. Æskuárin eru eins og svefnrof í dagrenningu þroskalifsins. í þeim svefnrofum dreymir hann djarfa drauma og óviðjafnanlega að fegurð. Hann sér framundan sér óskaland sitt og óskalíf, þar sem ekki ber á skugga vonbrigða né sorga. þrá lians stefnir fram í daginn, dag þroska og starfsemi. Hann byggir hallir í skýjum. petla ætl- ar hann að lagfæra, þessu að áorka, þetta að öðlast. petta er sæluríkasta tímabilið í æfi hvers manns. Hann er að vakna til þess lífs, sem hann þráir, eins og barn, sem vaknar á hátiðar- morgni. Hann finnur, að ekkert, sem hann vill ráðast á, muni standast afl sitt. Alt er honum opið og auðfarið, og liann veit ekki, hversu átök lífsins geta stundum verið óþyrmileg. í þessu er fólgið hið háleitasta lifs- gildi. Að fá að lifa lengri eða skemri tíma í draumum, er að lifa lífinu, eins og menn kjósa það fegurst og b'est. Enginn maður má fara algerlega á mis við þetta timabil. J?ví fyllra sem þetta líf er, því meira lífsafli blæs það hon- um i brjóst, og vonirnar skjóta rótum djúpt í eðh hans. Er það þá ekki illa gert, að leiða æskulýð landsins inn i félög, sem ekki hafa annað að bjóða en raunveruleik- ann, kaldan og beiskan? Er það ekki

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.