Skinfaxi - 01.07.1919, Blaðsíða 3
SKINFAXI
51
kvæmdaþreki. Eins og fyr er sagt, felst
stefnuskráin í nafninu, og takmörkin eru
félagiö sjálft, öll mál þess og öll þess lög.
9. Skipulag ungmennafélaganna hefir
veriö a'ö færast í það horf undanfarið, að
héraðssambönd hafa myndast og standa
þau saman í landssambandi. Einstök félög
verða venjulega máttlaus, þó í landssam-
bandi sé, ef þau eru ekki í héraðssambandi.
Þess vegna þarf skipulag Framfarafél. að
komast í það horf, sem tillagan fer fram
á. Tillgan gerir ráö fyrir að sambandsþing
sé háð annað hvort ár og í ýmsum lands-
hlutum. Þetta hlyti einnig að verða háð
ýmsum ástæöum, t. d. því, hvar styrkur
íélaganna er mestur. Hugsanlegt er, að
hagkvæmt reyndist að hafa þing á hverju
Alþingisári.
10. Eg geri ekki ráð fyrir neinu bili
á milli félaganna; að ekki verði þar nein
gjá, þar sem ntenn geta týnst úr lestinni
frekar en ella. Á þennan og ýmsan annan
hátt eiga félögin að verða tengd, svo skyld-
leiki þeirra verði augljós og verulegur. Eg
geri ráð fyrir undantekningum frá 25 ára
aldurstakmarki til inngöngu i Framfara-
félögin. Þetta verður ef til vill nauösyn-
legt sökum þess að misjafnlega fer sam-
an aldur og þroski. Félögin geta þrátt fyr-
ir aðskilnaðinn haft allmargt sameiginlegt.
Má þar nefna samkomur, útgáfu sveita-
blaða, íþróttir og leikmót. En fjárhagsleg
þátttaka unglinga i framkvæmdum, þó til
lieilla horfi fyrir félag þeirra er mjög ó-
cðlileg sem félagsskylda. Framfarafélags-
menn jnirfa að láta sér jafn ant um ung-
mennafélögin og sín eigin félög. í ung-
mennafélögunum yrði þeir menn, sem síö-
ur héldi á lofti verki þeirra sjálfra. Fé-
lagsþroskinn þyrfti þess vegna frá upphafi
að verða heilbrigður og samræmur. Það
verður hlutverk hinna eldri að stuðla að
heilbrigðu uppeldi æskulýðsins í félögun-
um með fræðandi og siðbætandi fyrirlestr-
um, sem þeir fyrir víðtækari sambönd fá
hlutdeild í, eins og vikið er að í aths. við
6. gr. tillaganna.
Þegar um jafn yfirgripsmiklar breyt-
ingatillögur eir að ræða sem þessar, er
altaf hætt við, að upp rísi öflugur mótþrói.
Oft er þeirn mun meiri hætta á því, sem
minna er hugsað um málin, og svo mun hér
verða. Eg vil því biðja alla, eldri og ygri,
að hugsa málið gaumgæfilega áður en þeir
fella dóma sina um það, eða taka sér fasta
afstöðu til þess. Það er ekki ástæða til
þess að hraða málinu svo mjög. Meiri þörf
að taka sér nógan tíina og umhugsun til
þess, búa svo vel urn hnúta, að við það megi
una um langan aldur. Skortur á framsýni
hefir komið ungmennafélagsskapnum á
kné. Það hefir ekki verið gert nægilega
íáð fyrir því í upphafi, að hvað sem fé-
lagsnafni og stefnuskrá leið, mundi lög-.
mál lífsins mega sín meira en lögmál fé-
laganna; að félagsmenn mundu eldast,
þroskast og breytast og hrífa félagsskap-
inn með sér út á aðrar leiðir, út í sjálfa
lífsbaráttuna og hagsmunastritið. Það er
mikil grunnhygni, ef nokkur ímyndar sér,
að menn á öllum aldri geti verið ung-
mennafélagar í orðsins eiginlegu merk-
ingu. Það er heldur alls ekki æskilegt. Fé-
lagsskap okkar þarf að koma betur fyrir
en svo, að hann sé í raun réttri ekki full-
komlega við hæfi neins, og enginn sé þar
jiess vegna öðru vísi en hálfur.
j: ' (Niðurl.)
Swett Marden
hefir nýlega aukið einni góðri bók við
safn sitt: ,,Jeg vil fremad", er heitir „Lev
sundt“. Eru þar margar ágætar bendingar
urn að viöhalda líkamlegri heilbrigði. Væri
sú bók þarfari í íslenskri þýðingu en sumt,
sem nú er á boðstólum.