Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1919, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1919, Blaðsíða 8
56 SKINFAXI iþróttainót. hél'du U. M. F. Afturelding og Drengur á Eyri í Kjós, sunnudaginn 13. þ. m. Veöur var drungalegt, þoka og vestan- Lræla. En þó stytti upp og gerði fretnur gott veður allan tímann, senr leikirnir fóru i'ram. Þátttakendur voru 18, 10 frá Aftureld- ingu og 8 frá Dreng, er keptu í 5 íþróttum. Fyrst var 100 metra hlaup. Keppendur 7. r. Jón Guðnason (A) ...... á 13,4 sek. 2. Þorgils Guöniundsson (D) á 13,6 — 3. Björn Bjarnason (A) .... á 14 — Þess skal getið um þá tvo fyrstu, að fyrir dálítiö atvik varð að láta þá hlaupa tvis- var, og varð ekki tekinn tími þeirra á fyrri sprettinum, en þann sprettinn virtust þeir hlaupa góðum mun betur. Þá komu glímur. Keppendur 10. Af þeim fatlaöist einn eftir 2 glímur fyrir gamalt meiðsli. 1. Ágúst Jónsson (A) ..... með 9 vinn. 2. Þorgils Guömundsson (D) — 8 — 3. Björn Bjarnarson (A) .... —-7 — Þriðja var hástökk. Það þreyttu 7. 1. Þorgils Guðmundsson (D) .. 1500111. 2. Guðm. Einarsson (A) ...... 140 — 3. Þorgeir Jónsson (A) ...... 135 — Fjórða var langstökk. Þreytendur 9. 1. Þorgils Guðmundsson (D) .. 5130111. 2. Guðm. Einarsson (A) ...... 511 — 3. Ágúst Jónsson (A) ........ 509 — Síðast var þreytt 50 metra sund. Að- staða slæm og farið aö kólna mikið. Þátt- takenudr að eins 4 og syntu allir bringu- sund. 1. Þorgils Guðmundsson (D) á 56 sek. 2. Guðm. Einarsson (A) .... á 60,8 — 3. Sigurjón Einarsson (A) ... á 66,8 — Mótiö setti Ellert Eggertsson, úr Dreng, en Björn Bjarnarson, úr Aftureldingu, sleit því. SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verð: 2 krónar. — Gjalddagi fyrir 1. júlí Ritstjóri: Jón Kjartansson, Skállioltsstig 7. Pósthólf 516. Mótiö fór yfirleitt mjög vel fram og var skemtilegt og fjölment, vantaöi að eins sól og sumarhlýju. Og enginn sást þar ölvaður, sem þó er sjaldgæft enn þá hér um slóðir. Þetta er annað íþróttamótið, sem þessi félög halda saman. Þau keppa sín i milli um einn grip. Þessi gripur er bók, afar- vönduð, sem færð eru í nöfn þeirra manna, sem þátt taka í mótinu. Þeir, sem sigra fá ekki önnur verðlaun sjálfir en þau, að nöfn þeirra og vinningar eru skráðir í bók þessa og geymd þar, til sýnis og eftir- breytni öldum og óbornum. Bókin er geymd í fögrum kassa, er gert liefir Rík- arður Jónsson, og á það félagið, sem fleiri stig hefir af móti hverju, aö varðveita gripinn næsta ár. Mótið í fyrra vann Drengur með 19 stig- ttm á móti 11. En þetta mót vann Aftur- elding með 17 stigum á móti 13. Rvík 16. júlí 1919. S. Ársritið. Fjórði árgangur Ársrits Fræðafél. er kominn og hefir verið sendur áskrif- endum. Er þessi árgangur mun stærri en hinir, enda nokkru dýrari. Efnið er fjölbreytt, fróðlegt og skemtilegt. — Lengsta ritgerðin er eftir Boga Th. Melsteð um „Verkefni íslendinga á ó- komnum tíma“. Er þar á margt minst, er gott væri að hugsa rækilega um og yfrvcga. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.