Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1919, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.07.1919, Blaðsíða 4
52 SKINFAXI Þaö viröist augljóst, aö þekking á sálar- fræöi og lífeðlisfræði er að ryðja nýja menningarbraut vestan hafs. Á því sviði kemur sannmælið ,,ment er máttur" eflaust best í ljós, því alt er undir því komið, að jækkja sjálfan sig. Um þýðing fegurðarinnar segir S. M. meðal annars: „Sá, sem þegar á unga aldri hefir vakið fegurðarskyn sitt, hefir eignast það verðmæti, sem enginn getur frá honum tekið. Fegurðarvit cr sama og lifsspeki, velvild, meðaumkun og gleði. Það er ljós í lífinu, er mun jafnan skína þeim, sem opn- að hefir því leið inn til sín. Skapgerð manna mótast og þroskast af áhrifum þeim, er berast æðri skynfærum Jæirra. Hinar margbreyttu raddir náttúr- unnar: söngur fuglanna, suða skordýranna, lækjarniðurinn, litbrigði lofts, láðs og lag- ar, blómskraut jurta og angan, hefir jafn- mikla þýðingu fyrir þroskann og skóla- uppeldið. Drekki maður ekki í sig þessa fegurð, verður maður kaldur, þur og óað- laðandi. Ást á þvi sem fagurt er, þroskar jiað fagra og góða í manninum; það eru auð- æfi, sem ávaxtast, svo jafnan er hægt að víkja samferðamönnunum einhverju. Það barn er óhamingjusamt, sem elst upp í ])ví umhverfi, sem alt þetta vantar, cn mauraelska og eignagræðgi skipa önd- vegi í hugsuninni. Hvað ])ýðir að vera auðugur, þegar ekki eru til vitsmunir til þess að fegra sitt og annara lif með fjármununum? Aliir góðir eiginleikar þroskast í hlut- falli við fegurðarvitið. Lífið verður auð- ugt, fagurt, heilbrigt og gott, eða það gagn- stæða, eftir því, hve öflug fegurðartilfinn- ingin er. Sá maður, sem ekki getur hrifist af því, sem fagurt er og gott eða hrygst af því gagnstæða, ekki notið listar eða nátt- úrufegurðar, er örsnauður og fer á mis við varanlegustu gæði lífsins. Ef þú elskar fegurð og hefir löngun til að útbreiða hana og vekja líf umhverfis ])ig, þá ertu listamaður í vissum skilningi, hver svo sem lífsstaða þin er. Iivar sem þú sáir fegurð, uppsker þú gleði. — Ekkert borgar sig betur, en að frarn- kalla það besta í sjálfum sér, kalla á þekk- inguna á þvi fagra og göfuga og góða, kalla á alla þá eiginleika, sem annars drukna í miskunnarlausu veðhlaupi eftir auð og völdum. Tóbaksbindindi. Ræða flutt á aðalfundi Tóbaksbindindis- flokks U. M. F. „Efiingar" 24. júní 1917. Einu sinni var maður, sem hegðaði sér illa hér á jörðunni, svo að guðunum mis- likaði við hann. Svo dó hann og fór til undirheima, og guði.rnir refsuðu hcéium þar með þvi, að geyma hann í böndum hjá rennandi vatnslind, Þar kvelst hann sí og æ af þorsta, en í hvert sinn, er hann íeynir að drekka, víkur lindin frá, svo að hann getur ekki svalað þorstanum. Mað- urinn heitir Tantalon, og kvölum Tanta- lons hefir lengi verið við brugðið. En nú getum við í huganum vikið sög- unni svolítið við, og hugjsað okkur, að lantalon nái til vatnsins og drekki eins og dauðþyrstur maður, en vatnið er þá brirn- saltur sjór, og hann þyrstir hálfu meira eftir en áður. Þar höfum við mynd af þorstakvölum nautnasjúkra manna. Það eru annars fleiri en Tantalon, sem sagt er að verði að þola svipaða meðferð eftir dauðann. Guðspekingar kenna, að þeir menn, sem hér í heirni hafa vanið sig á eiturnautnir — og leitt aðra afvega í þvi tilliti, — verði annars heims að kveljast

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.