Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1919, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1919, Blaðsíða 6
54 SKINFAXI Fátt er þaS, sem vísindin efa ekki. Aö hófleg tóbaksnautn spilli heilsu manna, er eitt af því, sem sumir vísindamenn efast um. Til fulls veröur þetta mál líkl. ekki sannaö, fyr en vísindastofnun, sem enn er c.fædd, hefir rannsakaö áhrif eiturnautna á heilsu manna í nokkra ættliði. Meöan sönnun er ekki fengin, veröum viö aö halda okkur viö þaö, sem heilbrigón skynsemi ] ykir líklegast. Og þaö vita þó allir, aö mannkyniö hefir lengst verið tóbakslaust, og hefir oft lifað góöu lífi samt, jafnvel betra en nú, þrátt fyrir aukna reynslu, og þar af leiðandi þekkingu. (Sbr. Stgr. Matth.: „Heimur versnandi fer“). í öðru lagi höfum við gengið í bindindi til aö æfa okkur i sparsemi. Til að neita okkur um að eyða fé i óþarfa, einkum skað- legan óþarfa. Þetta er ekki þýöingarlaust. Það, hvort við neytum tóbaks eða ekki, getur vel ráöið úrslitum um hitt, hvort við verðum alla æfi i basli, eða höfum nóg til að lifa á. Það þarf hvorki langa æfi né mjög mikla tóbaksnautn, til að eyða dálitlu jaröarverði fyrir tóbak, og líklegast eru til menn, sem enga jörðina eiga vegna þess, að þeir neyta tóbaks. Iiitt er þó ef til vill meira um vert, að hver grein sparseminr, ar, sem tekin er fyrir, venur menn á spar- semi yfirleitt. Sparsemi er nú reyndar eitt af því, sem sumir menn hafa í litlum metum, og sann- ast aö segja er það engin dygð, að safna fé og liggja á því, eins og ormur. Hin retta .‘parsemi er innifalin í þvi, að eyða serr, minstu fé, og helst engu, í óþarfa, en verja fénu til þess sem þarflegt er, og er lík- legt, að fáir séu þeir andlegir aumingjar, að þeir geti ekki fengið annað þarfara til að verja fé sínu fyrir, en tóbak. (Niðurl.) Brot úr erindi flntt á sjómannasamkomn. Ef að óvættir þessar gera vart við sig í hugunum, þá hygg eg holt að rifja upp setninguna: Ó, að þú á þessum tímum vissir hvaö til þins f r i ö a r heyrir. En sönn lífsskoðun og réttlætið eiga að vinna bug á siðasttöldu óvættunum. Er það ekki dæmalaus skortur á sannri lífsskoðun, — til dæmis að taka, — að fárast um örfárra króna gjöld í almenningsþarfir, svo sem sveitarútsvar er gengur til þess að styrkja vanburða meðbræður og menningarfyrir- tækja, en finnast ef til vill ljúft að láta á einu kvöldi af hendi margfalt meira fé fyrir fölsk lífsþægindi? Er það ekki skort- ur á réttri lífsskoðun, að draga af eigum er sagt er fram til tíundar og berja sér um alt og þykjast ekkert eiga? Hér er sam keppni niður á við. Er það ekki skortur á sannri lífsskoðun, er læknar landsins veita áfengi? — Því lík smán, er lífverðir írjálsrar þjóðar aðhafast slíkt. Þeir, sem eiga að vaka yfir líkamlegri heill þjóöar- innar! Sönn lífsskoðun og réttlætiö eiga að leiða oss í allan sannleika og gera jiað, þegar sólin hækkar á lofti, segir Vöku- maður. Sjómenn! Ykkur kveð jeg að þessu; — ráðist nú á óvættir þessar allar, er eg nefndi! Þið hafið enn víkingseðliö, stolt og eflt í viöureigninni við Ægir. Takið nú vopnin er eg nefndi: kærleikann, bröðern- iö, réttlætið og sanna lífsskoðun og hvessið þá branda til sigurs í orustunni, Verðið þið fyrir skeytum þeirra eða hleypidómum, þá rykkið örfunum úr sárunum og deyiö standandi fyrir sigur góðs málefnis, eins og konungi sæmir, og segið með Þormóði Kolbrúnarskáldi „feitt er oss um hjarta- rætur. Vel hefir konungur alið oss," — ekki neinn jarðneskur konungur á góm- sætu kjarnmeti, heldur konungur konung-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.