Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 2
66 SKINFAXI Áfengisbaimið í Bandarikjnnum. Hinn 1. júlí þ. á. gerðist sá merkis- viðburður í veraldarsögunni, að eitt merkasta stórveldi heimsins, Banda- ríkin í Norður-Ameríku útrýmdu öllu áfengi; þá var bannað að flytja inn, framleiða og selja allar tegundir af á- fengum diykkjum í því mikla heims- veldi. Og allar þær stofnanir sem fram- leiddu eða seldu áfengi varð breytt til annarar framleiðslu er var nytsamari fyrir heill og velferð lands og þjóðar. Vínbannslög Bandamanna sættu mjög lítilli mótspyrnu, nema þá lielst frá þeim, er framleiddu eða. seldu á- fengi orsökin til þess var sú, að þjóðin í lieild sinni var ágætlega búin undir lögin, liún hafði verið uppalin í þá átt alt frá því snemma á 19. öld höfðu margir bestu fræðarar og leiðtogar þjóðarinnar prédikað fyrir henni skað- semi áfengiseitursins. Sum kirlcjufélög tóku bindindi snemma upp á stefnuskrá sína, hinar réttrúuðu fyrst; síðar bættust liinar frjálslyndari í fylkinguna, til dæmis barðist hinn frægi prédikari Unitara, W. E. Channing, mjög gegn ofdrykkju, og ritaði merka prédikun um áfengis- nautn.* Og nú á síðari tímum unnu all- ar merkustu kirkjudeildir i þágu bind- indishreyf ingarinnar. Bindindismenn höfðu mörg mál- gögn, líka voru flest stórblöðin og merkustu tímaritin í landinu bindind- ismálinu og þar með vínbanninu fylgj- andi. peir sem unnu að framleiðslu og sölu á víni höfðu auðvitað sín eigin * W. E. Channing: The Perfect Life (prédikanir); sjá þar, ræðu um ofdrykkju. blöð, en þau voru afllaus og mjög lítið lesin utan af þeirra áhangendum. Alþýðuskólarnir hafa líka gert sitt til að fræða fólkið um hin skaðlegu áhrif áfengisdrykkju bæði á líkamann og sálarlíf manna. Víða við skóla, þar sem allir geta séð og athugað eru hengdar upp myndir af líffærum og taugakerfi ofdrykkjumanns, svo að allir geta séð þar svart á hvítu hin banvænu áhrif áfengisnautnar. Til samanburðar eru oft sýndar sömu myndir úr líkama reglumanns. Líka er ofí sýndur útdráttur úr skýrslum dómara, læknum vitfirringa- spítala og öðrum beilsuhælum, sem leiðir í ljós hvað mikið af glæpum, vit- firring, illkynjuðum sjúkdómum og öðru þjóðar böli hefir orsakast af of- drykkju. Öll stór iðnaðar og verslunarhús, og járnbrautarfélög gera það að skilyrð- um, þá er þau semja við verkamenn,. að þeir verði að afneita áfengum drykkjum, ekki einungis þá er þeir eru við vinnu, heldur verða þeir oft að skuldbinda sig til að lifa reglusömu lífi í frístundum sínum. Brot gegn regl- um þessum veldur atvinnumissi. Orsök til skuldbindinga þessa er sú, að stofnanir þessar vilja útrýma ölhi sem hindrar fullkomnun eða leikni í atvinnurekstri þeirra. þær hafa rekið sig á það, að þeim sem neyta áfengra drykkja, er ekki treystandi, og að þeir geta ekki tekið eins miklum framförum í iðn sinni eða verki eins og þeir, sem eru bindindismenn. Á hinum óreglu- söniu hafa þeir því oft tapað fjárliags- lega. Bindindisstarfsemi þessi bar feyki- lega góðan árangur, almenningsálitið var orðið gjörbreytt frá því sem áður var. Fyrrum var mikið drukkið í

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.