Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 7
SKINFAXI 71 hraustu og bestu gefnu lifðu af í bar- dögum, en slíkt á sér ekki stað í nútíma liernaði; líkamlegir og andlegir aum- ingjar dvelja heima og aulca kyn sitt, en hinir hraustu, sterku og huguðu eru sendir í stríð íil að rotna á orustuvell- inum. Aftur á móti hafa ýmsir heimfært kenningu þessa upp á þjóðfélagsstofn- anir. Heraclitus frá Efesus, hinn gríski spekingur, gerði það án efa, þegar liann sagði, að ófriður væri upphaf alls. Annars getur kenningin ckki staðist hér heldur, því að þær stofnanir dafna best i styrjöldum, sem best eru hæfar til að reka þær áfram, en sem alls ekki eru hollar fyrir sanna framför liins ment- aða heims. Fámenn, þröngsýn höfð- ingjastjórn sest að völdum og skapar hugsunarháttinn, þvi það eru þeir að eins, sem hafa prentfrelsi, og þannig geta þeir dreyft út á meðal fólksins eitr- uðum og fölsknm kenningum. (Niðurl.) Fjelagsmenn og fjelagsmál. Olympiuleikarnir. pað er nú ráðgert, að þeir verði haldnir í Antwerpen í Belgíu næsta sumar. Alþingi vort hið síðasta veitti 12 þús. kr. til styrktar íslenskum iþróttamönn- um, sem þá sækja, og er það vel farið. petta verður víst í fyrsta sinn, sem við komum fram á alþjóðaíþróttamóti sem sjálfstæð þjóð, og væri þvi ósk- andi, að fulltrúar okkar yrðu sér og þjóð okkar til sóma. Sigurður Guðjónsson, lýðkennari. I haust var ráðinn kennari við gagn- fræðaskólann í Hafnarfirði Sigurður Guðj ónsson lýðháskólamaður. Sigurður er Eyfellingur að ætt og uppruna, og gamail ungmennafélagi. Hann fór til Danmerkur fyrir 8 árum síðan, til að Icynna sér lýðlíáskóla Dana og kom hann heim aftur í ágúst i sum- ar. Hann er bláfátækur maður, en með framúrskarandi dugnaði og viljaþreki náði hann takmarkinu er hann setti sér. Stundaði hann lengi nám við hinn fræga Askov-lýðháskóla á Jótlandi. Einnig ferðaðist hann mikið um Dan- mörku, og kyntist öðrum lýðmenning- arstofnunum. Að 1-oknu námi i Askov var hann um tíma kennari við næslstærsta lýðhá- skóla Dana í Vallekilde á Sjálandi. Sigurður mun hafa í hyggju að starfa að lýðháskólastofnun hér á landi, og óskum vér honum til lieilla mcð það. Sigurður er einn af þeim mönnum, sem hafa rutt sér bfaut af eigin ram- leik, cr hann glögt dæmi þess hvað reglusemi og viljaþrek samfara farsæl- um gáfum fá afkastað. Alþýðnbókasaín Chicagoborgar. Hvergi í víðri veröld eru eins mörg og fullkomin alþýðubókasöfn og í Bandaríkjum Norður-Ameríku. 1 hverri borg er falleg alþýðu-bók- hlaða, og í stórborgunum eru þær glæsilegar hallir, stærri en landsbóka- safnið hér, sem innihalda öll nútíma þægindi. Nú ætla eg í fám orðum að minnast á alþýðubókasafn Chicagoborgar. það er marglyft stórhýsi í miðhluta bæjar- ins, sem skift er i margar deildir, mjög

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.