Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 8
72 SKINFAXI skreytt og með öllum þægindum, er nú- tíminn krefst. Bókasafnið var stofnað 1872, stuttu eftir brunann mikla, með frjálsum samskotum frá Englandi og Bandaríkj- unum. Áður var ekkert bókasafn í Cliicago. Eins og gefur að skilja, þá var það mjög lítið fyrst, en það óx brátt, svo að nú er það með stærstu alþýðu- bókasöfnum í Bandaríkjunum; árið 1917 hafði það t. d. 900 deildir víðsveg- ar uti um alla borgina. Af þeim voru 38 aðalútibú (smá bókhlöður), en hitt voru smádeildir við stórbúðir, verlc- smiðjur, kirkjur, skóla og aðrar likar stofnanir. Til flutninga milli deildanna .liefir safnið í þjónustu sinni 7 flutningabif- reiðar. Bókasafnið er feykilega aðsókt. Rúm- lega 20,000 lesendur nota það dag'lega, er lesa samtals yfir 5 miljónir binda á ári. Aðalbókasafnið gr skift í margar deildir. Og er mest af því á enskri tungu, þó er mikið gert fyrir aðra þjóðflokka. pá er eg rannsakaði það, voru þar bæk- ur á 8 erlendum tungum, eða 62,241 bindi til samtals. Ekki voru þar neinar íslenskar bæk- ur nema nokkur eintök af íslendinga- um og Fornaldarsögum Norðurlanda. Enda er ekki að búast við því, þar sem mjög fáar íslenskar fjölskyldur eru í borginni. Aftur á móti er töluvert safn á hinum Norðurlandamálunum, og nokkuð mikið af bókum um ísland á erlcndum tungum. Sérstök deild er þar fyrir blint fólk. Eru þar rúm 1500 bindi af bókum með upphleyptu letri. pcssar bækur eru sendar heim til blinda fólksins burðar- .gjaldslaust, samkvæmt lögum. þar eru ótal aðrar deildir, svo sem: Deild með alskonar teikningum og S KIN F A XI. Mánaðarrit U. M. F. í. Yerð: 2 krónur. — Gjalddagi fyrir 1. jiilí Ritstj.: Olafur Kjartansson, Skólavörðuslíg 25, Pósthólf 516. uppdráttum, og mælingatækjum fyrir verkfræðinga og verkfræðisnema, þar sem þeir geta lesið og gert áætlanir og teikningar. par er líka lögfræðisdeild; sérstök deild fyrir söngfræðinga og þjóðmegun- arfræðinga. Lesstofa fyrir kvenfólk og börn. Líka er þar stór lesstofa, þar scm ekkert er annað en blöð og tímarit. par getur maður séð merkustu og beslu tímarit almenns efnis, sem gefin eru út beggja megin hafsins. Samkvæmt lögum þá fær bókasafn- ið mjög riflegan styrk á ári hverju úr bæjarsjóði. Einnig á það marga sjóði, scm ýmsir auðmenn hafa gefið til þess. Stjórn bókasafnsins hefir gert alt mögulegt til þcss að láta það verða að sem mestum notum, og að það geti náð til sem flestra bæjarbúa. Alþýðubókasöfnin i Bandaríkjunum eru einn þátturinn í alþýðumentunar- kcrfi Bandamanna. peir liafa fyrir löngu skilið það, að grundvöllur allra sannra þjóðþrifa er sönn og lioll al- þýðumentun, og að það er ekki nóg að liafa góða skóla, því að það er styðstur tími æfinnar, sem fólkið situr við skólaborðið, og sú þekking, er fæst þar, er að cins fá grundvallaratriði, sem verða að mjög litlum notum í lífinu, ef ekki er alt af lagt ofan á. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.