Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI og gagnstæðar sönnu og göfugu mann- eðli; en enginn skrifaði undir bréfið, hafa líklega verið hræddir við hina J>ýsku keisarastjórn og hernaðaræði það, sem þá ríkti alment á pýskalandi. Dr. Nicolai varð reiður, og sest niður og skrifar bók, er hann nefnir: „Líf- fræðin og styrjaldir“. Siðar varð hann ofsóttur af stjórninni og hneptur í fangelsi, en hann átti marga aðdáendur og vini. Einn góðan veður- dag' brutu þeir upp fangelsið, þar sem Dr. Nicolai var geymdur, og fóru með hann á burt í flugvél til Danmtrkur, og þar hefir hann dvalið til þessa. Yér höfum lesið áður ncfnda bók í enskri þýðingu, af því oss þótti hún merkileg, ætlum vér að skýra les- endum vorum frá efni hennar í stuttu máli. ( II. Aðalsmenn og lierfræðingar segja, að slyrjaldir og blóðsúthellingar séu náttúrlegar, óumflýjanlegar og æskileg- ar frá líffræðislegu sjónarmiði. Ef ófriður er að eins barátta milli einstaklinga er hann náttúrlegur og stundum æskilegur, sem uppléttir „frá lögum og reglu“. En ef ófriður er milli tveggja flokka af sömu tegund, þá er hann ekki náttúrlegur og mjög sjald- gæfur í dýraríkinu, eða á sér stað að eins á meðal maura og manna. Hér um hil alstaðar i náttúrunni er baráttan við örðugleikana i umhverfinu, en ekki á milli einstaklinga af sömu tegund; t. d. hafa ljónið og tígrisdýrið beittar tenn- ur og hvassar klær, til að vinna á dýr- um af annari tegund, en ekki af sinni <eigin. Baráttu á meðal skyldra dýra er þ>annig varið, að þau, sem eru best útbúin til að afla fæðu, og verjast árás- nm annara dýra, verða ofan á í barátt- unni fyrir tilverunni, hin, sem miðnr eru fær, deyja út. Barátta fyrir tilverunni er náttúrleg og eðlileg í alla staði, en blóðugir bar- dagar milli flokka af sömu tegund, eiga sér stað, að fáum undantekningum, að eins i mannfélaginu. það er ekkert náttúrlegt eða göfugt við styrjaldir. þær eru ein orsök og afleiðing af samsafni auðs i höndum fárra einstaklinga, þvi eru þær aðeins þektar í mannlífinu og hjá maurum, þar sem stéttaskifting og samsafn auðs á sér stað. Ekki heldur getur það verið sannað, að ófriðarástríða sé meðfædd eðlishvöt þjóð- eða hjarðflokka. Við elskum fjölskyldu vora og heimili, það er oss meðfætt, og erum vér ávalt reiðubúnir að verja þau, en frá náttúrunnar hendi erum vér ekki reiðubúnir til að berjast fyrir 60 miljónir fólks, sem við höfum aldrei séð. Okkur er þvi eðlilegt að verja okkar eigin eignir, en það er eklci með- fædd eðlishvöt, að verja annara eignir. Styrjaldir munu ávalt eiga sér stað svo lengi sem það eru að cins fáir ein- staklingar, sem græða á því að stríð séu hafin, og það er tækifæri fyrir þá að komast til valda og metorða, í þjóð- félagsskipulagi voru þá eru það í raun og veru fáir, sem ráða lögum og lofum. Ófriðarlíkur minka því með auknu lýð- frelsi, því með því að dreyfa völdunum í fleiri liendur, minkar ágóðinn, sem annars yrði af stríðinu, eða hann dreyf- ist á meðal miklu fleiri einstaklinga, svo að það varla borgaði sig fyrir þá að leggja út í stríð. pannig yrði einni aðalorsök ófriðar og styrjalda linekt með auknu lýðfrelsi. Ýmsir herfræðingar og heimspeking- ar hafa haldið því fram, að hinir sterku,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.