Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 1
Til kanpenda Skiníaxa. Jón Kjartansson, sem um nokkurn undanfarinn tímahefir haft með höndum ritstjórn Skinfaxa, afgreiðslu blaðsins, fjármál þess og sambandsins yfirleitt, hefir nú látið af þeim störfum og er far- inn af landi burt til náms. Dvelur í Eng- landi og kynnir sér þar ýmsa liluti er lúta að samvinnuverslun. I stað hans tekur nú við blaðinu, og mörgum öðrum störfum Jóns Kjartans- sonar í þágu félaganna, annar kennari, Ólafur Kjartansson. Hann var fyrrum kennari í Vík í Mýrdal, en hvarf síðan til Ameriku og hefir með dæmafárri elju og ástundun tekist að brjótast gegn- um fullnaðarnám í uppeldisfræði við háskólann í Chicago. Mun hann vera fyrsti Austur-lslendingur, sem svo vel hefir komið ár sinni fyrir borð við mentastofnun í Vesturheimi. Næsta vor verður haldið sambands- þing, og væntanlega kosin ný stjórn til næstu þriggja ára. Vegna breyttra kringumstæða, aukinnar dýrtíðar og verðfalli peninganna cr óhjákvæmilegt að auka tillög félagsmanna í sambands- sjóð, ef nokkur von á að vera til að fé- lögin geti haldið áfram að starfa til gagns fyrir orkumenn landsins. pær ráðstafanir, sem núverandi sam- bandsstjórn og ritstjóri gera i vetur, munu allar miða að því, að undirbúa breytinguna, sem gera þarf á vori kom- andi. Eins og á stendur nú með hag félag- anna, verður það að teljast mikið happ fyrir þau, að fá gamlan félagsbróðir, sem dvalið hefir undanfarin 6 ár i einni af stórborgum nýja heimsins, til að annast um blaðið, þó að ekki sé víst, því miður, að það verði nema um stund- arsakir. Hann mun í blaðinu oft hafa ástæðu til að víkja að háttum vest- manna, sem bæði má verða til eftir- breytni og viðvörunar. Aðkomumað- ur hefir að mörgu leyti góða aðstöðu til að veita nýjum og liressandi straumum inn í félagsskap okkar, sem mjög hefir lamast af afleiðingum styrjaldarinnar og dýrtíðarbreytingunum. En allir þeir, sem trú liafa á varan- legu gildi ungmennafélagssamtakanna, þurfa nú i vetur að leggjast á eitt, og taka höndum saman við að koma sam- bandinu aftur í æskilegt liorf. Menn eru beðnir að snúa sér til Ólafs Ivjartanssonar, Skólavörðustíg 25, póst- hólf 516, með bréf og innborganir við- víkjandi Skinfaxa. Reykjavík 1. okt. 1919. Jónas Jónsson sambandsstjóri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.