Skinfaxi - 01.09.1919, Blaðsíða 4
68
SKINFAXi
Jní að eftir höfðinu dansa limirnir. Eg
hygg þvi að bannlögin eigi góða fram-
tíð í Bandaríkjunum.
Karl Sveinssozi
rafmagnsfræðingur, dáinn
„Er þegar öflgir ungir falla, sem
sígi í ægi sóládagmálum.“J?essiorðgóð-
skáldsins Bjarna Thórarensens duttu
mér í hug, þegar eg frétti lát sveitunga
míns, Karls rafmagnsfr. Sveinssonar
frá Suður-Hvammi í Mýrdal.
Karl sál. var sonur merkishjónanna
Vilborgar Einardóttur og Sveins Ól-
afssonar í Suður-Hvammi i Mýrdal.
Hafði hann lesið verkfræði, aðallega
rafmagnsfræði ytra í fleiri ár, fyrst í
Danmörku en síðar á pýskalandi. Lauk
hann námi þar fyrir nokkrum árum og
starfaði um ófriðinn aðallega í Berlin.
Karl heitinn var einn af þeim sjald-
gæfu ungu mönnum, sem vinna að því
í kyrþey, að þroska sjálfa sig, og gera
sig að sem nýtustum borgurum fyrir
þjóðfélag vort.
Fyrir 12 árum síðan, lagði Karl sál.
af stað út í heiminn, með létta pyngju,
en hraustur og heilbrigður á sál og lik-
ama, og með ákveðið takmark í liuga.
Gegnum ótcljandi erfiðleika tókst
honum að ljúka námi við háskólaáSuð-
ur-þýskalandi. par tók hann próf í
verkfræði með ágætum vitnisburði fyr-
ir nokkrum árum síðan.
Hafði hann haft 1 huga að vinna að
því að beisla vatnsjötnana okkar og láta
þá bæta líf vort og kjör. Var honum
ljóst þvílílc óhamingja það er fyrir land
vort og þjóð, að vera upp á önnur lönd
kominn með kol og steinolíu, þegar við
höfum í landinu uppsprettu auðs og
orku í fossunum; j>vj það er lcunnugt,.
að með þeirra afli gætum vér lýst upp
og hitað húsin og soðið matinn á hverju
einasta heimili á landinu; knúð áfram
samgöngu- og iðnaðartæki, og ótal
margt í'laira. Karl sál. hafði sterkan
áhuga á að koma einhvcrju af þessu í
framkvæmd.
J?að má vera að það geti dregist að
skip verði alment knúð áfram með raf-
magni, en til annars í landiu, þar sem
nú kol og steinolía eru notuð sem hita
og aflgjafi, J>ar getum við notað ein-
göngu rafafl framleitt með fossunum.
Karl sál. var h eitbundinn J>ýskri
meyju af göfugum ættum, ætluðu þau
bæði að koma heim hingað í vor, ©g
setjast hér að, en þá kom dauðinn og
gjöfði enda á lifi þessa unga mans og
lians göfugu framtíðarhugsjónum.
Dauði hans var ekki aðeins skaði fyr-
ir syrgjandi foreldra og ættingja, held-
ur fyrir þjóðina í heild sinni, þvi að
við eigum alt of fáa slíka menn, sem
Karl sál. var. Æfi hans þótt stutt væri
var einstök að reglusemi og starfsemi,
staðfestu og viljaþreki. Minning hans
ætti því að lifa meðal okkar, sem þektu
og verða okkur til fyrirmyndar.
Um ræktarsemi.
i.
Jafngamalt má það heita íslensku
þjóðerni hér á landi ræktarsemin. —
Má þar fyrst benda á, hvernig forfeðr-
um vorum, sem þó annars oft voru
drotnunargjarnir og yfirgangssamir,.
fórst við þræla sína, að þeir gáfu þeim
oft frelsi og hluta úr landi sínu til á-