Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1919, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.10.1919, Blaðsíða 2
74 SKINFAXI samlíf við það fólk, sem það starfar með seinna í lífinu. pegar kennarinn hefir gert þetta, með góðum árangri, þá fyrst hefir liann tíma og tilhneigingu til að þroska and- legar gáfur barnsins, með því að snúa sér að starfsemi þess. Alþýðuskólar byrjuðu með auknu lýðfrelsi. Smám saman vöknuðu menn og urðu þess varir, að tækifærin voru mjög lítil og takmörkuð, á meðan að lítill hluti þjóðarinnar réð öllum upp- sprettum vísinda, sem breytti svo hrað- fara öllu starfs og félagslífi. pegar þessir alþýðuskólar byrjuðu, höfðu þeir hina gömlu skóla, sem þá voru, til fyrirmyndar, bæði í vali náms- greina og stjórnarfyrirkomulagi. — Gömlu skólarnir gáfu ckki öllum jafnt tækifæri, heldur vikkuðu þeir djúpið á milli stéttanna, hinir ríku, og aðrir sem fóru með völdin, lærðu þar ýmis- legt, sem aðgreindi þá frá hinum lægri stéttum, og sem gerði þá oft á einhvern hátt færari í stöðum sínum. þcssir skólar voru að eins fyrir hinar hærri stéttir í þjóðfélaginu, sem þá voru ríkj- andi. Framh. Um hreylimyndir. Hreyfimyndimar hafa á fáum árum lagt undir sig heiminn. Fleiri tugir miljóna af fólki verja ávalt nokkrum klukkustundum á viku á hreyfimynda- húsunum. í Bandaríkjunum er framleiðsla á hreyfimyndum orðin að stóriðnaði, hinn fimti stærsti í landinu. par eru myndaðir hreyfimyndahringir (trusts). Og nú um ófriðinn byrjaði mikil sam- kepni á milli breskra og emeriskra hreyfimyndakónga; vilja Bretar helst útrýma hinum amerísku myndum, eða þeim sem likjast þeim, þvi þeir vilja ekki láta þær fá almennings liylli. Hin merka ameríska kona Jane Addams sagði eitt sinn, að margt það fólk, sem færi afvega á strætum stór- borga, væri í leit eftir skemtun og upp- léttingu frá daglega stritinu. Allur sá mannfj öldi, sem sækir hreyfimyndahús- in á hverju lcveldi, er auðvitað að leita að góðri skemtun og þægilegri æsing fyrir skapið og hugann. pað er líka mikið aðdráttarafl, að að- gangur að hreyfimyndum kostar lítið; jafnvel bestu sæti í ágætisleikhúsum er- lendis, eru mjög ódýr. par getur fólk fengið góða hvíld eftir erfiði og þunga dagsins. þar er hlýtt, góð loftræsting og góður samstiltur hljóðfæraflokkur spil- ar ýms lög, sem eru höfð í besta sam- ræmi við myndaþættina. Einnig er oft stök „söngskrá“ með smálögum eftir fræg tónskáld, og smá gaman-söngleik- um. Húmið í leikhúsunum hefir einnig þægileg, draumkend áhrif á áhorfend- urna. Flestar sýningar heimta vanalega enga andlega áreynslu, en setur aftur hugsjónalífið í þægilegt og lítið eitt æs- andi skap. Margir uppeldis- og siðfræðingar tala og rita mikið um hin siðspillandi áhrif lireyfimynda, einkum þó á æslculýðinn; hafa þeir víst töluvert til síns máls, því það er alt of mikið af bardögum og morðum í þeim hlutverkum, sem sýnd eru á hinum lakari leikhúsum. Yfir- völd eiga viða að hafa eftirlit með, að ekki séu sýndar siðspillandi myndir, en það hefir nú verið mjög lélegt hingað til. Vondar myndir eru yfirleitt eins algengar og áður; hafa þær oft komið mjög illu til leiðar. Börn og unglingar hafa oft breytt og hegðað sér eins og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.