Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1919, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1919, Blaðsíða 5
SKINFAXI 77 Flestum, sem upp á hnúkinn koma í fyrsta sinni, munu hrifnir af hinu góöa útsýni yfir landið, og mun flestum sínast fagurt a'ð líta yfir jökuhnn og fjöilin, er standa svo einangruð upp að lionum, og hinar blómguðu bygðir niður frá honum. pað er engin svika- dýrð. í austur sést Snæfell, með berum augum, og það má segja, að þessi hæstu fjöll séu sem landvættir. Og þá vind- urinn rýfur hina heilögu háfjallakyrð, þá senda landvættir þessir hvor öðrum kveðjur, að vísu á stundum heldur ó- mjúkar, en á stundum hægar og hlýj- ar, og mér finst landvættirnir okkar vera örari á þær kveðjur, en sá aust- firski, og munu félagar okkar á Aus- urlandi hljóta að meðkenna það. Ekki sýnist vegurinn langur til Snæ- fells, og við óslcuðum, að við mættum betur vera að því að fara þangað og skoða Austurland um leið. Yið kviðum því ekki að hinir gestrisnu Múlasýslu- menn mundu taka illa á móti olckur, þó við kæmum þangað sem útilegu- menn. En hvenær ætli það verði, að ungir og duglegir menn reyni að ganga þessa leið? Auðvitað þyrftu menn að vera vel útbúnir í þá ferð, og við þvi búnir að liggja á jöklinum, ef hríð gerði. Við vorum svo ólieppnir, að dálítil þoka var í norður frá lmúknum á jökl- inum, og því sást ekki rétt vel þangað. FögrufjöII sáum við, og óbygðirnar fyr- ir norðan Vestur-Skaftafellssýslu. Fyr- ir framan Grænufjöll var geysistórt jökullón fult af jökum. p’okan huldi að nokkru leyti landið, og fyrir hana sáum við ekki eins vel, um bygðina. Eins var þolca víða á landi i austur sýslunni og sást því ekki vel nema bygðarfjöllin austur í Horna- firði, og sýndust þau rétt hjá okkur og ekki stórvaxin. Svalt fanst okkur upp á hnúknum, því þar var dálítill vindur og ekki orð- ið heitt af sólu. Við vorum flestir búnir að fá nóg af kuldanum eftir hálftíma, og því stönsuðum við þar ekki lengur. Ferðin niður gekk ágætlega, og gát- um við haldið sömu braut niður hnúk- inn og yfir gjárnar, sem við fórum uppeftir. Og leiðina niður urðum við fljótir, enda hallaði undan fæti. Að Sandfelli komum við kl. 9 um morgun- inn. Og eftir að hafa þegið bestu góð- gerðir hjá prestshjónunum, hélt hver heim lil sín, hress i liuga og cklci þreytt- ari en þá við lögðum upp. J. P. Heilsuíræðisbálknr. Starfsemi. Til að lifa heilsusamlegu lífi, er ekki nóg að næra likamann með góðri fæðu og forðast ólioll efni, lieldur er starf- semi og livíld líka nauðsynleg. Starf- semi er aðallega tvenskonar í þessari merkingu: vinna eða leikur, og svo gagnstætt er hvíld og svefn. Alt þetta verður að vera í fullu samræmi við livert annað, ef maðurinn á að geta lil- að heilsusamlegu lífi. Hver maður, hvort heldur er karl eða kona, sem því getur viðkomið, ætti að hafa daglega starfsskrá. J>egar líkaminn liefir tapað að einhverju leyti i fæði, hvíld eða svefni, verður að bæta honum það upp aftur eins fljótt og auðið er. Ef læknir hefir tapað svefni, verður hann að bæta það upp við fyrsta tæki- færi. Erlendis tíðkast það á meðal margs fólks, sein vinnur á skrifstof-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.