Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1919, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.10.1919, Blaðsíða 1
10. BLAÐ REYKJAVÍK, OKTÓBER 1919. X. ÁR. Um alþýðuskóia. Vinna af hvaða tegund sem er, er í eðli sínu félagsskapur, því að alt sem fólk starfar, á að hafa ákveðið tak- mark og fullnægja að einhverju leyti þörfum mannfélagsins. Jafnvel sú starf- semi, sem miðar beint að því að draga fram lífið, á að vera þannig, að hún sé í samræmi við það þjóðfélag, sem hefir margfaldað og aukið hina með- fæddu starfsemis hvöt og hugsanir mannsins. Eigi þjóðfélagið að geta unnið vel saman, þá verða kraftar og eiginleikar fólks að þroskast i þá átt frá blautu barnsbeini. Ef hver einstaklingur lætur sér það umhugað, að vinna í sem bestu sam- ræmi við heill og velferð þess þjóðfé- Jags, sem hann lifir i, þá eykur það mjög ánægju og velferð fjöldans. Án þessarar starfsemi, sem er lífsskilyrði fyrir þjóðfélag vort, getur sönn menn- ing alls ekki lifað og þroskast. Mentun, sem gerir menn færa til að starfa i félagsskap, er því alveg nauð- synleg; hver einstaklingur verður að geta unnið með öðrum einstaklingum i þjóðfélaginu. Við sendum börnin í skóla til að læra éftir vissum reglum störf, sem naugðsynleg eru fyrir fram- tíð þeirra, en yfir höfuð alstaðar þá leggja skólarnir alt of litla áherslu á að þroska liinar félagslegu hvatir í manninum. það er ekki lögð áhersla á það, að búa einstaklinginn sem best undir sam- líf við aðra í þjóðfélaginu. Heldur ger- ir það uppeldi, sem hann fær í skólan- um, liann einangraðan, eigingjarnan og sérvitran. Slíkt uppeldi og skólafyrirkomulag eru leyfar af þjóðfélagsskipulagi, sem er ekki lengur til. Hinar vanalegu náms- greinar eru í litlu samræmi við hina visindalegu og lýðfrjálsu þjóðfélags- stofnanir nútímans, þarfir þess og hug- sjónir, en heldur áfram að búa börn- in undir einstalclingsbaráttu fyrir til- verunni, ásamt lítilli andlegri menn- ingu, til nautnar einstaklingnum, en elcki andlega menningu, sem miðar að því að þroska hann, einstaklinginn, að vinna i þarfir og að velferð annara ein- staklinga. Víðast hvar i heiminum er enn mjög ábótavant í þessu efni, en þó eru menn mjög farnir að sjá, hvað skól- arnir eru á eftii’, og að þeir verða, ef þeir eiga að stuðla að þroskun þjóðfé- lagsins í heild sinni, að vera sniðnir eftir þörfum fólksins og fylgja þeim breytingum, sem verða í þjóðfélag- inu. Hið fyrsta aðalhlutverk alþýðuskól- ans er að kenna barninu að lifa í heim- inum, kenna þvi að skilja hlutverk sitt í mannfélaginu, og byrja undir eins á þvi að búa barnið sem best undir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.