Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1919, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1919, Blaðsíða 4
76 SKINFAXI frætt samferðafólkið, sem vill fræðast um þau. Ungmennafélagið hér i Öræfum hefir oft farið skemtiferð inn í Bæjarstaðaskóg og munu mörg ungmennafélög öfunda okkur að geta það með svo hægu móti. Nú var ákveðið, að við félagarnir, sem gætum, færum skemtiferð upp áHvannar dalshnúk, því þótt vegurinn sé eklti langur þangað upp, þá eru þó tiltölu- lega fáir sveitarmenn, sem komið hafa þangað. pótt nokkrar ferðir séu mcnn búnir að fara þangað uppeftir, siðan um 1890, að Howell hinn enski og Páll á Svinafelli fóru þangað. Álcveðið var, að við legðum upp frá Sandfelli eitthvert heiðskýrt laugardagskvöld i júlí, i þessa skemti- ferð. — Og laugardagskvöldið 26. júlí, einni stundu fyrir miðnætti, lögðum við frá Sandfellsbænum. En ekki vorum við fleiri en 10, sem ferðina fórum, því þurkur góður var um daginn, og því við og aðrir þreytt- ir af heyvinnu. Yið vorum hér um bil tvo klukku- tíma frá Sandfellsbænum upp undir jökulinn. Vegur þessi er ágætur, en aðeins dálítið brattur sumstaðar. Dálitlu munar það frá því 1909, aðviðÖgmund- ur Sigurðsson skólastjóri og fleiri fór- um upp á Hvannadalshnúk, livað veg- urinn er lengri nú, en þá, uppundir jökulinn. Á ári hverju bráðnar jökull- inn talsvert, og framan í jöklinum sjást nú æði stórir hamraklettar, sem ekki sáust fyrir 20 árum. Á eftir að við höfðum borðað og hvílt okkur dálítinn tima við jökulinn, lögðum við á stað upp á hann. Næst var jökullinn snjólaus, og grjótlaus, en nokkuð brattari. En þegar við komum næstum upp undir há-jökulinn, feng- um við brattan snjó í ökla. Jökulgjár urðu þar og fyrir okkur nokkrar, og gátum við krælct fyrir þær, sem ómögu- legt var að komast yfir. Nokkrar gjái', sem við fórum yfir, voru hálf fullar af snjó, og varð að fara yfir þær með gætni, því snjóbrýi-nar gátu verið svo þunnar, að þær þyldu ekki þunga okk- ar, og ofan i kolsvartar gjárnar sum- ar var ægilegt að liorfa, hvað þá hrapa. Annars fengum við nú heldur betri veg, en 1909, enda fórmn við dálítið ofar nú á jöklinum, þar er venjulega meiri snjór, og því erfiðara að ganga, en hættuminni vegur. Varlegra er fyrir þá, sem ganga á jöklum, að vera bundnir á streng’, því viljað getur til, næstum hvað varlega sem farið er, að menn fai'i ofan i snjógjár, sem litið ber á, ef bi'otasnjór er. þegar komið er upp á brúnina á háj ökl- inum, þá sést hinn tignarlegi Hvanna- dalshnúkur i norðri rétt lijá manni. Hnúkurinn sjálfur er nokkur hundruð fet á hæð, og að norðan er hátt berg, sem hefir stækkað talsvert í seinni tið. Upp á hnúkinn er vanalega farið að sunnán, og þá leið fóruxn við 1909, en var þó ill fær. Næstu árin á eftir var farið upp á hnúkinn að vestan. En nú gekk okkur vel upp gamla veginn, að sunnan, þar var nú að mestu hættulaus vegur, en nokkuð brattur, og þurftum við að pikka okkur spor á nokkrum kafla. Frá Sandfelli og upp á hnúkinn höfðum við verið á leiðinni í 5% klukkutíma. Fyrsta verk okkar þá við komum upp, var að draga íslenska fánann á stöng, og' blaktaði hann í fyrsta sinni þar, það var hálftími sem við stóðum þar við. í raun og veru mátti það ekki dragast lengur, að fáninn okkar væri látinn blakta þar á hæsta tindinum, sem vottur um sjálfstæði lands vors.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.