Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1920, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.05.1920, Blaðsíða 1
5.-6. BLAÐ REYKJAVÍK, MAÍ- JÚNÍ 1920. XI. ÁR. Til nngmennafélaga tslands. (Ofurlítið ávarp frá Helga Valtýssyni). Raunsatt hefir mér reynst hið forn- kveSna, að „röm er sú taug er rekka dreg- ur föður túna til“, og er oft sem óvi'ðráö- anleg öfl sé þar meS í tafli. Er því einu að kenna — eSa þakka — a'ö eg er heimkom- inn, alfarinn vona eg, eftir sjö ára enda- lausa útlegð, þar sem mér þó hefir li'Sið betur ár frá ári og best síðast. Er ef til vill teflt nokkuð upp á tvísýnu, að rifa sig upp frá föstu og allglæsilegu framtíðar- starfi og mjög góðum kjörum, til þess eins að „fá að vera heima“. Þess vegna tók eg lika með mér starf það, er þér sjáið af auglýsingu minni hér í blaðinu. Vænti eg þess, að mér muni lánast að stunda svo starf þfetta, að til frambúðar og gagns verði mér og öðrum. — Með miklum rétti má telja lífsábyrgðar- félagið „Andvöku" félag kennara og ung- mennafélaga í Noregi. Margir stofnendur þess, stjórnendur og l>estu starfsmenn eru kennarar og ungmennafélagar, enda starf- ar félagið á ])jóðlegum gundvelli, og var fyrsta lífsábyrgðarfélag í Noregi, er gerði nýnorskuna (sveitamáliö norska), að við- skiftamáli sínu. Áður litu eigi norsk á- byrgðarfélög við ]>ví máli, en nú hefir sú breyting orðið, að flest öll hin stærri félög prenta tryggingarskjöl sín á báðum mál- um, og geta menn fengið þau eftir vild. Iðgjöld eru hiri sömu í öllum norskum lífsábyrgðarfélögum, — og mjög álika í öllum félögum á Norðurlöridum. — Kosti má telja, að iðgjöld „Andvöku“ eru hin sömu fyrir alla jafnt, sjómenn og aðra þá, er hættulega atvinnu stunda. Einnig það, að ábyrgðir Andvöku geta eigi gengið úr gildi, jafrivel þótt vanræksla verði á greiðslu iðgjalda (þ. e. a. s. greidd iðgjöld eru alt af trygð hinum trygða eða erfingj- um hans, þótt hann hætti greiðslu). Einnig getur hinn trygði krafist endurnýjunar á ábyrgð, sem fallið hefir úr gildi, alt að 12 mánriði, án annars aukakostnaðar en 5% vexti af föllnum iðgjöldum. — Yfirleitt er starfi „Andvöku“ þannig far- ið, að félaglið er bæði lífsábyrgðar- og þjóðþrifafélag i einu. Þannig er það í Noregi, og þannig liefi eg hugsað mér að haga starfi minu hér heima. Enda er það aðalástæðan til þess, að eg tók starf þetta að mér, ■— þótt auðvitað drægi hugurinn meira en hálfa leið! Iiefi eg hugsað mér að sameina tryggingarstarf mitt og u n g- m e n n a f é 1 a g s s t ö r f, að svo rniklu leyti, er eg sé mér fært, ef vera mætti, að eg gæti stutt eitthvað að þeim félagsskap, enda er mér ekkert annað kærara. — í sumar og vetur hefi eg því hugsað mér að heimsækja ungmennafélögiri eftir föng- urn, halda þar fyrirlestra og starfa sam- stundis að tryggingum. Ætti það tvent mjög vel að geta farið saman-; þar eð hvorttveggja stefnir til þjóðþrifa, hvort á sinn hátt. — Væntanlega hefir „Spánska veikin“ illræmda veitt mönnum dýrkeypt-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.