Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1920, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.1920, Blaðsíða 3
SKINFAXI 19 bera kvíðboga fyrir framtíöinni, því aö hann á eng'a. Drengir sem reykja, líkjast ormétnum eplum, sem falla af trjánum löngu fyrir uppskerutíma. Þeir gera sjald- an mikil g'lappaskot síöar, því að þeir eiga engin fulloröinsár. Sá drengur, sem byrjar aö reykja fyrir 15 ára aldur veröur sjald- an eöa aldrei langlífur. Það er loku skotiö fyrir það að hann geti tekiö framförum. Framtíö hans er fortíð hans. Þegar aðrir drengir eru að reka þýðingarmikil störf í þjóðfélaginu er hann að bisa viö að grafa sér sjálfum gröf og styrkja útfararstjór- ana. Selby A. Moran velþektur amerískur hraðritunarkennari, sem hefir 30 ára reynslu við að kenna unglingum hraðrit- un, og er einn hinn fimasti hraðritari, sem nú er uppi, segir þetta um þá hindrun sem vindlingareyking"ar hafa fyrir þroska ungra manna og drengja: Þótt eg lia.fi langa reynslu sem hraðritunarkennari, og hafi kent fleiri þúsundum ungra manna hraðritun, hefi eg ekki enn þekt einn ein- asta, sem hafði lært að reykja úngur, sem hefir tekist að verða meira en 3. eða 4. ílokks hraðritari. Frægur amerískur dómari er fer með glæpamál er framin eru af drengjum og unglingum, segir meðal annars í bæklingi er hann hefir ritað um áhrif vindlinga- reykinga: „Eitt hið versta, sem drengir geta vanið sig á í æsku er að reykja vind- linga. Þetta er viðurkent fyrir löngu af •dómurum er fara með unga glæpamenn, og þó einkum við lögregludómstóla, því að ]>ar koma árlega þúsundir ungtra manna er farið hafa afvega. Þessum dómurum er kunnugt um, að næstum því í hverjti ein- asta tilfelli, hafa drykkjuræflarnir sem koma fram fyrir þá, sem eru til armæðu og lmeyksli fyrir foreldrana, þá sjálfa og ríkið, byrjuðu sem smádrengir að reykja vindlinga. Síðan leiddi einn óvaninn af sér annan. Nikotinið og annað eitur í tóbak- inu skapaði löngun í áfenga drykki. Vind- lingareykingin náði ekki að eins tökum á þeim mjög ungum, heldur lagði og grund- völlinn undir aðra lesti, til að byggja ofan á þá hnigun og úrkynjun sem vindlinga- reykingarnar höfðu átt upptökin að.“ Fyrir skömmu var samþykt á allsherj- ar kirkjuþingi Öldungakirkjunnar í Ame- ríku eftirfarandi tillaga: „Þetta kirkjuþing harmar hina miklu vindlingaeyðslu sem nú á sér stað, og hef- ir megna óbeit á þeim sviksömu auglýs- ingum, sem að eins eru eftir peningum. Og samkvæmt því sem vísindin liafa leitt í ljós og vitnisburði mikilsmetinna manna, fyrirlítum við framvegis sölu ogj notkun vindlinga. Við skorum á alt okkar fólk, að draga úr þessum skaðsamlega vana og peningaþjófi og hnekkja þeim sem versla með tóbak undir falskri grímu föðurlands- ástar, því að þeir lítilsvirða vísindin og leiða hjá sér reynslu mætra manna, en færa sér ógöfugar hvatir í nyt til að venja æsku- lýð vorn á þennan ósóma. Við skorum á alla góöa menn, ]ió einkum stjórnarvalds- menn, presta og sunnudagaskólakennara, að gera alt sem í þeirra valdi stendur til að bægja æskulýð þessa lands frá undir- rót flestra glæpa — vindlingunum.“ Margir stjórnendur og eigendur iðnað- arstofnana og annara stórfyrirtækja hafa lýst þvi yfir, að þeir taka ekki framar þá drengj í þjónustu sína, sem reykja vind- linga. Má þar til nefna John Wanamaker aðaleiganda hins mikla vefnaðarvörufirma, Marshall Field, eiganda stærstu verslunar- búðar í heimi, Henry Ford höfund og eig- anda þeirra verksmiðja er smíða Ford-bíl- ana, sem kunnir eru hér á landi, Edison hinn fræga hugvitsmann og marga aðra. Hið mikla verslunarhús sem býr til Cadilac-bílana, sem eru amerískir og vel þektir, hefir gefið út þessa tilkynningu: „Drengi sem reykja, viljum við ekki hafa í okkar þjónustu. Hér eftir munum við

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.