Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1920, Page 1

Skinfaxi - 01.07.1920, Page 1
Heilsufræðisbálknr. Urn nauðsyn líkamlegrar og andlegrar æfingar. MaSurinn þarf aS þroskast alhliBa. ÞaS er ekki nóg að efla líkamshæfileikana, heldur þurfa sálarhæfileikarnir líka að æf- ast, til að ná eðlilegum þroska. M a S u r þarf stöðugt að æfa. Sá ma'ður, sem vill hafa sálaröflin starfhæf, verður að æfa hugsun sína, tilfinningar og vilja. Hver sá maöur eða kona, sem trassar það, að lesa og hugsa, fer brátt aftur i lestri og hugsun. Sá, sem stundar mjög likamlega vinnu og æfir þannig vel lík- amsöfl sín, vanrækir oft að lesa og hugsa og verður hann því innan skamms mjög sljór og heimskur, þrátt fyrir það, þótt lreilsa hans sé ágæt, og andlegir og íleiri hæfileikar sæmilegir, en þeir eru ekki leystir úr læöingi. Reikningshaldarinn, sem situr allan daginn við aS legg'ja sam- an tölur, fær mjög einhliSa andlega æfingu, svo að hann verSur lítt fær til að taka þátt í annari andlegri iðju. Á sama hátt fer fyrir þeim, sem ekki venja sig á það að veita því eftirtekt, sem fagurt er í nátt- úrunni og mannlífinu, þótt þeir gangi um blómgaðar grundir og græna skóga, þá sjá þeir engin blóm eða tré, og íara þvi algerlega á mis við þá unun sem þess kon- ar veitir þeirn sem æft liafa eftirtekt og tilfinningar sínar. Hið sama má segja um það fólk, sem ekki gáir að, að æfa smekk sinn fyrir fögrum listum og skáldskap, til- finningalíf þeirra líður og rýrnar. Hinn frægi, enski náttúrufræðingur Charles Dar- win kvartar undan því á efri árum sínum, aS hann hafi enga unun af fögrum hljóð- færaslætti eða skáldskap. Hann gat t. d. ekki lesið Shakespeare. Hið sama geta víst margir sérfræðingar sagt nú á timum. — En góður hljóðfærasláttur er mjög holl skemtun; fátt er eins gott, ef edtthvað amar að manni, en að hlusta á góða hljóð- færasveit spila fagurt lag. Sorgimar gleym- ast og hugurinn lyftist hærra og hverfur frá hinu jarðneska um stund. Eitt af því, sem er mjög áríðandi fyrir hvern mann og konu er, að þroska viljann. Nú á timurn er margt fólk alið upp þannig á meðal hinna svo kölluðu hærri stétta, að það fær ekkert tækifæri til að bjarga sjálfu sér, því að það er verndað og hjálpað á allar lundir, svo að þegar það verður að hjálpa sér sjálft, er það vilja- og stefnu- laust, því að áður var alt Iagt upp í hend- urnar á því, svo þaö hefir tapað hæfileik- anum til að ákveða sjálft hvað gera skal í hverju tilfelli sem fyrir kemur. Þegar eitthvað er ákvarðað, er viljinn æfður. Eitt af því góða, sem leikir og íþróttir hafa í för meö sér, er það, að hver hluttak- andi veröur að ákvarða sjálfur hvað gera skal, og það oft mjög fljótt. Sumir knatt- leikir knýja næstum öll sálar og likamsöfl til að starfa; þeir heimta, að maSur hafi óskiftan hugann við leikinn,, tilfinningu til

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.