Skinfaxi - 01.07.1920, Page 2
26
SKINFAXI
a8 njóta hans, og vjlja til a8 ákvarða.
Vöðvarnir veröa líka aö starfa. — Alt verö-
ar að vinna í fylsta samræmi við hvert
annaö, ef vel á að fara.
Þaö er óhætt aB segja, að íþróttirnar
hjá hinum engilsaxnesku þjóöum hafa
átt góöan þátt í því að gera þær svo þraut-
seigar og þolgóöar í öllum mannraunum.
Nú á tímum er hér hjá oss alt af mikið
af líkamlega og andlega voluðu fólki, ber
einkum töluvert á þessu á meðal ungra
manna og kvenna, sem gengiö hafa í gegn
um suma af skólum vorum. Eg hefi oröiö
þess var, að margt af því fólki er bæði
vilja- og stefnulaust, sem eyðir miklum
tíma á kaffiknæpum og lélegustu skemt-
unura eða þá hreint og beint í svall og
ósiðsemi. Þetta mundi fljótt breytast til
batnaðar, ef við breyttum uppeldinu. Marga
skóla vora þarf að rífa niður að grunni og
byggja þá svo upp aftur á þjóðlegum og
kristilegum grundvelli, og í sem fylstu sam-
ræmi við þarfir nútíma-kynslóðarinnar, líf
hennar og atvinnuvegi og aðrar náttúrleg-
ar kringumstæður, líka ætti að taka til
greina bestu útlendar fyrirmyndir sem hér
gætu átt við.
Þar eð sú vinna, er flest fólk leysir af
hendi, er líkleg til að spilla heilsunni á
einhvern hátt, ef ekki er séð fyrir í tíma.
Til að koma í veg fyrir þau óþægindi er
einhliða vinna veldur, er því gott að taka
æfingu fyrir utan hinn reglulega vinnutíma,
en þess skal gætt, að þessar æfingar eða
aukastarf sé algerlega óskylt hinu daglega
striti. — Oft getur þetta auka^tarf haft
notagildi. — Gladstone hafði það fyrir
reglu að saga við og fella tré á hverjum
degi, til að fá líkamlega æfingu. Frægur
amerískur verkfræðingur lagði það í vana
sinn meðal annars að rita smásögur og
mála landslagsmyndir i frístundum sínum,
til að fá sem víðtækasta andlega æfingu.
Kant, hinn heimsfrægi þýski heimspeking-
ur, sem var næstum ávalt vakinn og sof-
inn í því að leita úrlausnar á örðugustu
vi'öfangsefnum mannsandans, gekk ávalt
út á hverjum degi, og gerði ýmsar líkams-
æfingar undir beru lofti. Þetta gerði hann
ávalt á sama tíma, því var það, að fólkið
i þorpinu í grend við Königsberg setti
klukkur sinar, þegar það sá hann ganga
fram hjá húsum þeirra, ef þær voru ekki
réttar áður.
En fólk verður að gæta þess, að njóta
vel fristunda sinna, þær eiga að vera sem
leikur, því skal forðast að gera þær a'ð
vanalegum vinnustundum. Eg þekki fólk
sem les góð skáldrit í þeim tilgangi, að
skerpa hugsanirnar, en það gerir sér það
eins erfitt eins og það væri að æfa flatar-
málsfræði. Ef við ætlum að skemta okkur,
verðum við að njóta skemtistundanna þeirra
vegna, annars eru það ekki skemtanir. Ein-
tóm vinna og engar skemtanir gerir fólk
fjörlaust og gáfnatregt.
Allir geta gert sér eitthvað til skemtunar
og uppléttingar; tekið þátt í knattleikum,
synt, gengið í fjöll, eða tekið vanalega
skemtigöngu í fögru umhverfi með góðu
og skemtilegu fólki.
Þær skemtanir, sem margir geta tekið
þátt i, eru yfirleitt hollari en þær, sem
maður iðkar einn síns li'ðs. Því aö þær
heimta, að vi'ð tökum við og látum af hendi.
Viskujöfnuður og kepnin eða metnaðar-
tilfinning komast líka að, þótt félagsskap-
urinn sé að öllu leyti heilbrigður.
Sjónleikir og kvikmyndir af réttri teg-
und, sem laus eru við sjúkar og siðspill-
andi hugmyndir, eru hollar og uppbyggi-
legar skemtanir, sé þeirra notið í hófi. —
Gleðileikir eru venjulega hollari en sorg-
arleikir. Hlátur lengir lífið, en grátur ekki.