Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1920, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1920, Blaðsíða 2
4 2 SKINFAXl ar ekkert ungm.fél. nú sem stendur. — Sökum tímaleysis varö eg að fara fram hjá U. M. F. Skeiöahrepps —; og keypti mig l>ar lausan me'S „fögrum loforðum“, enda eru þau gjaldgeng vara — svona skömmu fyrir kosningar og þing! í Borgarfirði heimsótti eg þessi ungm.- félög: „Dagrenning" í Lundarreykja- dal, Hvítárbakkaskóla, U. M. F. S t a f h o 11 s t u n g n a, U. M. F. R e y k- d æ 1 a, „B r ú i n“ í Hálsasveit, U. M. F. B o r g a r n e s s, „I s 1 e n d i n g u r“ á Flvanneyri, ,,H a u k u r“ í Leirársveit, og U. M. F. A k r a n e s s. — í Boi’garnesi er ungm.félagi'ö á heljarþröminni, en þó von um aö góöir menn þar reisi þaö viö. Eg hefi flutt erindi í báöum sýslunum á öllum þessum stööum, og tvö kvöld á sumum (Hvanneyri og í Borgarnesi). Var víöa ágætlega sótt, en sumstaðar miöur, cnda var umferð afarill meö köflum, stysta skammdegi og tunglslaust mestallan tim- ann. — Mun hafa verið um iooo manns að samanlögðu á samkomum þessum. * Eg var dálítið hikandi er eg lagði á stað. — Hverj u mundi eg nxæta? Lifi eða dauða? Fegui'stu æskudraumum mínum í fjörbrot- unum, eða ungu lifi í skammdegisdvala, bíöandi vors meö sól og frjóvindi um allar sveitir! — Mér hafði verið sagt svo rnargt og misjafnt. Og eölilegt mjög að vera við misjöfnu búinn. — En það gleður mig mjög að geta lýst því yfir, aö ótti minn varð að engu, og smásaman reis i huga mér sú bjarta og fagra von, sem eg hefi geymt eins og örlítinn neista heilags elds i barmi mér öll þessi ár: Enn eiga ungmennafélög- in íslensku mikla og langa þroskatíð fyrir höndum, með öllum bestu einkennum hinn- ar björtu og bráðþroska æsku sinnar! Og þetta er enda eitt af helstu framfara- og þroskaskilyrðum þjóðar vorrar! — Auðvitað hefir félögunum hnignað víða. Forgöngumennirnir sem þyngstu byrðarn- ar bái’u, eru fluttir buiúu, eöa hafa öörum byrðum að sinna. Og enn hefir eigi fylst í skörðin! — En sumstaðar nýtur enn hinna sömu máttarviða, er boriö hafa félögin og haldið þeim saman frá upphafi. — Og það var einkennilegur kraftur i félagslifinú, þrátt fyrir erfiðleika og andstreymi. — í stuttu máli: Eg fann greinilegan áhuga og starfsvilja hjá einum og fleirum í hverju því starfandi félagi, er eg heimsótti, — þrátt fyrir ýmsar misfellur! — Þann áhuga þarf að þi-oska og glæða! Helgi Valtýsson. Um npprnna, vöxt og áhrif hinna norrænn lýðháskóla. Alveg eins og Gi-undtvíg sjálfur hafði orðið aö reyna svo óunn-æöilega mikiö, áöur en hann fann sjálfan sig á ný og gat fóstrað í senn svo fagra og háleita — og þarfa hugsjón sem hinn norræna lýðháskóla,. þannig varð einnig hin danska þjóð að ganga í gegnum margar þrautir og þján- ingar áður en hún gat skilið lýðháskóla- hugsjón hans, og fengið vilja til að til- einka sér hana. Þessar þrautir létu nú ekki bíða sín. í Suðurjótlandi, sem allir eflaust kannast við- að nafni, þessu þrætuepli milli Dana og Þjóðverja, hefir alþýðumanna-bændastéttin frá fornu fari verið dönsk, en á fyrri hluta 19. aldar var landinu stjórnað af þýskum embættismönnum, mentuöum við liáskól-- ann í Kiel, en sem voru danskir þegnar. Þessum herrum, er álitu hina þýsku tungu vei-a eins koriar guöamál, fanst hún ein vera til þess hæf, aö hljóma á opinberum stöðum, svo sem á þingum og í skólum og-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.