Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1920, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.1920, Blaðsíða 3
SKINFAXI 43 kirkjum. En nú höfðu einnig hinir suður- jótsku bændur vaknað til lifandi meðvit- undar um gildi síns eigin danska móður- rnáls, og rétt þess til að lifa og starfa í því landi, sem það var rótfest í gegnum aldir. Og þessir bændur, sem hér höfSu hafið baráttu upp á líf og dauða, ekki að eins . á rnilli danskrar, lieldur í fylsta skilningi á rnilli norrænnar og þýskrar menningar og þjóðlífs,, þeir skildu mentagildið í upp- eldisskoSunum Grundtvig(s, og urðu því fyrstir til þess aS stofna lýSháskóla í Dan- mörku til mentunar og styrktar alþýSu manna í þeirri baráttu, sem var hafin. Þessi fyrsti danski lýðháskóli var stofn- aSur áriS 1844 í þorpi einu á SuSur-Jót- landi, er Rödding heitir, og var því kall- . aður Rödding-lýðháskóli, og sá maSur, sem mest og best hafSi barist fyrir því, var ágætismaSur einn aS nafni Christian Fler, -;sem var prófessor í dönsku viS háskólann í Kiel. Skólinn skyldi standa opinn fyrir bænd- um og kaupstaSarbúum og námsgreinarn- ar, kensluaSferSin og takmarkiS vera það sama, sem Grundtvig hafði bent á og áSur er nefnt....Kennararnir voru menn meS ágæta þekkingu hver á sínu sviSi, en þaS var einnig séS um, að þeir væru kristilega og þjóSlega vaktir menn. Nokkru seinna ■ en þctta gerSist, hafSi einnig annar merkur maSur, að nafni Christian Kold stofnaS svolítinn lýSháskóIa fyrir bændasyni á Fjóni, á þeim stað, er heitir Ryslinge. KensluaSferS Kolds var einhliSa, en eigi að síður góS og göfgandi, ]>ví takmark hans var, „að vekja manndygSir nemend- anna meö orSi sínu svo vel, að þær aldrei síSar svæfu, en væru sístarfandi“, eiris og hann sjálfur kemst aö orSi. En Jirátt fyrir þessa byrjun vantaði mik- iS a ]iaö erin þá, að liin danska þjóð í heild sinni væri fylgjandi lýSháskólunum; en þrautir hennar voru heldur ekki á enda, þvert á móti voru þær erfiöustu eftir. Þær dundu nú yfir hana fyrir alvöru árið 1864, þá er hin þýsku stórveldi, Prússland og Austurríki sögðu henni stríS á hendur, í baráttunni um SuSur-Jótland og Holtseta- land. Þetta stríS endaði, sem alkunnugt er meS því, að Danir ekki aS eiris máttu láta af hendi viS Þjóðverja Holtsetaland, held- ur og einnig alt SuSurjótlandi og meS því alt aS þvi hálfa miljón dönskumælandi manna, sem nú í síSastliSin 50 ár hafa orö- iö aS heyja hina hörSustu baráttu fyrir tifveru þjóSernis síns gegn mótstöSumönn- um, sem vér, nútiSar íslendingar, allflestir, varla getum gert oss hugmyrid um, hvaS hugsunarhátt og framkomu snertir. Hugs- um oss til dæmis, aS þaS væri oss fyrir- boSiS aS fræöast á móöurmáli voru, is- lensku; hugsum oss, aö hver sá maSur á meSal vor, sem mælti gott og þjóSlegt orS, væri annaö hvort hneptur í fjötra eða rek- inn af landi brott; hugsum oss, aS vér yröum aö sverja útlendum harðstjórum falska trúnaSareiöa, þvert á móti vilja vor- um, og hugsum oss svo, aö vér ofan á.alt þetta yrSum aS hlýSa herklukkunni og fórna hinum bestu af æskumönnum lands vors á stríSsvellinum, fyrir drotnunargirni þessara haröstjóra. Nei, landar góSir. Eg veit að visu, aS vér á liönum öldum höfum reynt ýmislegt, sem er skylt þessu, en seiri heild höfum vér aldrei reynt þetta. En þaS hefir hin danska þjóö mátt reyna svo aS segja fram á þennari dag, og eg þori aS segja ySur, aS þaö hefir orðiS henni til hinnar mestu bless- unar; þvi einmitt viö þessa hina miklu reynslu kom hún til fulls aS skilja lífs- kraftinn í lýöháskólahugsjón Grundtvigs og fékk jafnframt einlægan vilja til aS gera hann aS sínu eigin holdi og blóöi. Eftir áriS 1864, þetta sorgar-ár i sögu Danmerkur, og NorSurlanda getur vér vel sagt, kom nú fram heill herskari af ungum hámentuSum og aitorkusömum mönrium, sem geröust lærisveinar Grundtvigs, og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.