Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1920, Page 1

Skinfaxi - 01.11.1920, Page 1
11.—12. BLAÐ REYKJAVÍK, NÓVBR.—DESBR. 1920. XI. ÁR. Á ferð og flngi milli ungmennafélaga í Árness- og Borgarfjarðarsýslu. —o— „Seint fyrnast fornar ástir“, sannaðist -greinilega á mér, er mér auðnaðist á ný • eftir margra ára fjarvist, að heimsækja all- mörg ungm.félög hér sunnanlands í síðastl. nóvember og desembermánuði. Mér fanst eg vera orðinn uriglingur á ný. Torfærur og vegalengdir á versta tíma árs, urðu eins og leikur, og erfiðleikarnir gleymdust jafnóðum og afstaðnir voru. Eg var að heimsækja u n g m e n n a f é- 1 ö g i n ! Hitta gamla kunningja og nýja! Endurminningar streymdu inn yfir mig æins og óhemju foss, og vöktu fögnuð og sársauka samstundis. í sjö endalaus ár hafði mig dreymt um þetta, en aldrei ])or- að að vona fyr en síðastliðinn vetur! — Og nú var eg á ferðinni! — Já, svo sann- arlega var þetta gamla ísland jafn hart og jafn kært sem nokkru sinni áður. Nei, margfalt kærara! Því nú hafði eg eignast j)að á ný. Á óvæntan hátt. — Ferðalagið mitt hefir verið svo elskulega islenskt frá upphafi til enda! Fyrst austur um Árnessýslu frá io.—21. nóvember í snjóstorku og þæfingsófærö á jiýðri jörð, með mýrum og flóum, niðurhleypum og kviksyndi fyrir lausgangandi og ríðandi. Langar leiðir um frostbjört kvöld með svalan fjallkalda noröan af Langjökli og Kili, og allari himingeiminn í björtu báli af jjótandi, litfríðum norðurljósum yfir hvítum sveitum. Fjallasýnin guðdómlega fögur. Já, þetta var ísland! Og þá Borgarfjarðarferðin, i. —22. des., sú fyrsta á æfi minni. Eg sárskammaðist míri fyrir að hafa eigi séð né þekt þessar undurfögru og föngulegu sveitir og héruö fyr. En eg huggaði mig ]ió brátt við það, að eg varð að greiða dálitinn skatt fyrir sjónina: Fyrstu dagana óð eg mýrar og flóa á leiðinni framan úr Borgarnesi og upp að Lundi í Lundarreykjadal. Rennblautur upp i hné nær daglega í heila viku. Mér fanst eg vera orðinn smali á ný! Og undi mér dável i bleytunni. Það var smágaman að heyra bullið í stígvélunum! — Og eg sem hafði kviðið fyrir bleytunni, enda tæplega verið blautur í fætur stundu lengur í síð- ustu 20 ár! — Og þá var ekki síðari helm- ingur ferðarinnar lakari: Klofófærð i sköflum út allan Andakilshrepp, skara- broti og riffenni á víxl alla leið út á Akra- nes. Já, þetta var íslarid svo elskulega erfitt og broslega óbúið á öllum sviðum. Fram- tíðarlandið! Hér var nóg að gera í huridr- uð ár enn! * í Ámessýslu heimsótti eg U. M. F. „H vöt“ í Grimsnesi, U. M. F. B i s k- u p s t u n g ri a og U. M. F. H r u n a- m a n n a h r e p p s. í Gnúpv.hreppi starf-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.