Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1920, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1920, Blaðsíða 6
4ö SKINFAXI efla andarís og hjartans mentun, eins og þessi skóli, og þaS einmitt sökum þess, hve frjáls hann er í starfi sínu. — Frh. Félagsmál og íélagsmenn. íþróttakensla á Vestfjörðum. Ungmennasamband VestfjarSa hefir rá'ö- iö til sín íþróttakennara, sem ferðast nú á milli félaganna og kennir þeim. ■—- Maöur- inn er Jón Þorsteinsson frá HofstöSum í Borgarfirði, sá er kendi sund á Þingeyri í DýrafirSi í surnar, meö góSum árangri. Er bæSi af þeirri tilraun og fleirum vest- anlands fengin reynsla fyrir því, að vel má læra sund í „köldu vatni“ -— sjónum. U. M. F. Neisti og íþróttaskólinn. Lesendur Skinfaxa rekur ef til vill minni til þess, að U. M. F. „Neisti“, í Önundar- firði, var fyrsta félagið, sem sendi Sam- bandinu peningagjöf til hins fyrirhugaöa íþróttaskóla félaganna. Nú hefir það aftur sent 50 kr. til sömu stofnunar, og er þa'ð mjög drengilega gert af jafn fámennu og fátæku félagi sem „Neisti“ er, en áhuginn og viljinn draga hálft hlass. Stjórn „Neista“ segir meðal annars í bréfi til Sambandsins: „----Aðstaðan er hin sama hjá Neista og i fyrra. Dýrtíðin jafnvel verri en þá, brjóstabörnin hin sömu og þá, nefnilega sjóður munaðarlausra barna, og sundkenslusjóður, og gott ef ekki er hiS þriSja nýgetið, þótt ekki sé þaS i heiminn fætt. En þrátt fyrir alt sendir nú Neisti álíka upphæð og í fyrra, 50 kr. — fimtíu krónur, — til stofnunar íþróttaskól- ans. Ef allar deildir U. M. F. í. taka rnáliS aS brjósti sér meö huga og verki, þá má þaS gott heita. FélagiS Neisti álítur, aS þó aS manni gangi illa aS skrýða fóstur- jörSina grænum skógi, þá séu nógar hug- SKINFAXI. MánaSarrit U. M. F. í. Yerð: 2 kröuur. — Gjalddagi íyrJr 3. júli. Kitstj.: Ulafur Kjartansson, Skólavörðustíg 35. Póslhólf 516. sjónir samt, sem aS stefna beri aS fyrir framtíSina, til aS sýna næstu kynslóSum aS nútíma kynslóSin unga hafi ekki ávalt valiS sér sjóndeildarhriuginn ofan í budduna. Þess var getiS, aS staöa félagsins væri þröng nú sem stendur. — Skólanefnd Flat- eyrar-baimaskóla er félaginu fremur hlynt, og einnig barnakennarinn, sem einnig er verndari félagsins, samkvæmt félagslögun- um; og má óhætt fullyrSa, aS bæSi skóla- nefnd og kennari séu samtaka meS hlýleik í félagsins garð, og er óslc vor, aS slílc samvinna ætti sér staS í öllum skóla- og fræSsluhéruSum fósturjarSar vorrar.“ Fyrirlestur sá, sem byrjaSi í síSasta tbl., um hina norrænu lýSháskóla er fluttur á manntals- þingum í Árnes- og Rangárvallasýslum og á héraSssamkomum Ungmennafélaganna i Vestur-Skaftafellssýslu voriS 1920, af hr. SigurSi GuSjónssyni kennara viS Flens- borgarskólann í Hafnarfirði. Var fyrir- lesturinn fluttur i þeim tilgangi aS skýra fyrir bændum og ungmennum þar eystra hina norrænu lýSháskóla, þeinr sem hefSu áhuga á aS hrinda samskonar skóla í fram- kvæmd á þessum slóSum. SigurSur kennari hefir dvalið lengi á Askov-lýSháskóla, orSiS þar fyrir góSunr áhrifum, kynt sér rækilega eSli lýðháskóla og hvílíkt lyftiafl þeir hafa veriö fyrir and- legan og efnalegan þroska NorSurlanda- búa yfir höfuS. Félagsprcntsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.