Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1920, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1920, Blaðsíða 5
SKINFAXI 45 hátt á annaö hundrað, bæði piltar og stúlk- ur, frá öllum norrænum löndum, og kensl- an fór fram bæði í fyrirlestrum og yfir- heyrslum, og var því í senn vekjandi, og nákvæm í einstökum atriðum, eins og Grundtvig og Schröder höfðu óskað þess. Með þessu fyrirkomulagi starfaði lýð- háskólinri í Askov til dauða Schröders 1908, en ])á tók við stjórn skólans tengda- sonur hans, núverandi kenslumálaráðherra Dana, Jakob Appel, sem af öllum er til þekkja, er álitinn eðlisfræðingur og stærð- fræðingur meö afbrigðum, eins og hann einnig er einn hinn snjallasti, prúðmann- legasti og áhrifamesti ræðumaður Dana, og þó víðar væri leitað. — Horium var það mest og best að þakka, að skólinn á ný var endurbættur árið 1913. Námstíminn er nú þrír vetur, og kensla gefin í öllum grein- um sögunnar, svo sem: Norðurlandasögu, veraldarsögu, kirkjusögu, bókmentasögu og menningarsögu, og í hinum ýmsu grein- um náttúrufræðinnar, svo sem: Stjörnu- fræði, eðlisfræði, efriafræði, jarðfræði, líf- fræði, dýrafræði og grasafræði. Sömu af- stöðu og þessi fög hafa við skólann, hefir einnig stærðfræðin, eins er líka gefin mikil kensla í landafræði, félagsfræði, lík- amsæfingum og söng. Af tungumálum er kent, fyrir utan móðurmálið og aðrar nor- rænar tungur, enska og þýska, og frariska fyrir þá af þriðja vetrar nemendum, sem þess óska. '— Skólann sækja nú yfir 300 nemendur á ári, piltar og stúlkur af öllum stéttum í hinum norrænu þjóðfélögum. Flestir hafa einhverja undirbúningsment- un, en eins og gefur aö skilja, er þroski þeirra og skilyrði til þess að hagnýta sér svo yfirgripsmikla kenslu sem hér er á boð- stólum, mjög misjöfn. Á þessu er ráðin bót meö því að skifta nemendum í deildir, og gefa svo hverri deild kenslu eftir því þroskastigi, sem hún er á. En sameiginlegt fyrir alla er þó minst 2 fyrirlestrar á dag um sögu og náttúrufræði, eins og lika allar máltíðir og annað samlíf í skólanum er sameiginlegt. Þeir af nemeridum skólans, sem sækja hann í 3 vetur, menta sig flestir sem lýðkennarar, og til þeirra eru gerðar miklar kröfur, hvað námið snertir í þeim fögum, sem þeir helga krafta sína. Vana- lega ljúka þeir námi sínu með því að taka þátt í þriggja mánaða kennaranámsskeiði, sem er haldið þar a sumrurn, fyrir norræna lýðkennara. — Til þess að annast þessa kenslu, hefir skólinn í sinni þjónustu 19 kennara, sem allir eru mentaðir sem vís- indamenn hver á sínu sviði, en sem ekki að eins hafa löngun vísindamannsins til rannsókna og nákvæmrar þekkingar á hlutunum, heldur og einnig til þess að ausa af sinni miklu þekkingu til nemenda sinna i kristilegum og þjóðlegum anda. Það mun líka naumast firinast nokkur skóli á Norð- urlöndum, sem hefir svo Jjjóðlegan og nor- rænan blæ eins og lýðháskólinn i Askov. Og hvergi kynnist maður fegurra safnað- arlifi en þar; því það eru ekki að eins riemendur og kennarar, sem á hverjum sunnudegi fylla hina stóru og fögru frí- safnaðarkirkju skólans, heldur og einnig bændur og æskulýður héraðsins, sem allir taka svo irinilegan þátt í guðsþjónustunni með söng sínurn og vakandi eftirtekt. Og þessa kristilega og þjóðlega mentaanda giætir í allri framkomu manna þar um slóðir. Þessi mikli skóli í Askov er sjálfseign- arstofnun, stjórnað af fjögra manna ráði, sem er skipað kennurum og skólastjóra. Ríkið styrkir hann rnikið, en hefir þó ekki hiö minsta vald yfir starfsemi hans. Svo frjáls er aðstaða allra lýðháskóla á Norð- urlöndmn. Eg liefi viljað sýna þessa mynd af starf- semi lýðháskólans i Askov, sem dæmi upp á eitt hið fegursta blóm, sem norræn lýð- mentun á, og eg efast stórlega um, að nokkur önnur þjóð en hin danska, eigi mentastofnun, sem er eins vel til fallin að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.