Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1920, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1920, Blaðsíða 4
44 SKIWFAXI stofnuöu hvern lýöháskólann á fætur öör- um, víösvegar um land. Þaö var eitt tímabil í sögu þjóöarinnar, sem þessir ungu lýöháskólamenn bentu nú lienni á, sér til hughreystingar. Það var eitt sinn á miðöldunum; þýskir greifar höfðu lagt mikinn hluta hins litla lands undir sig og hnept ])jóöina í fjötra. En þá kom frarn með Dönum sá konungur, sem ber nafnið Valdemar Atterdag. Hann var rnaður vitur, herskár og drotnunargjarn, • og rak greifana af höndum sér með sverði sínu og gulli, og geröi Dani frjálsaogsjálf- stæða á ný, og svo þróttmikla, að þeir náöu aö gerast forvígismenn, í sambandi því, sem nokkru seinria var myndað á meðal hinna norrænu þjóða, — Kalmarsamband- inu. Nú var líkt ástatt fyrir þjóðinni og þá, sögðu þessir ungu lýðháskólamenn, en þaö sem reið á nú, eins og þá, var það, að missa ekki kjarkinn, en vinna að því af öllum mætti, aö endurreisa krafta þjóðar- innar og öðlast þetta þróttmikla þjóðlíf á ný, og til þess voru lýðháskólarnir stofn- aðir. Sá frægasti meðal þessara ungu, dönsku lýðháskólamanna var guðfræðiingurinn Lúðvig Schröder, sem aö síðustu var gcrð- ur að heiðursprófessor fyrir sitt rnikla og fágæta starf í þarfir lands og þjóðar. — Þessi maður varð fyrstur hinna ungu lýð- háskólamanna til að sjá það, að ef lýðhá- skólinn átti að verða það í virkileika, sem harin var í hinum fögru hugsjónum Grundt- vigs, þá reið á því, að sameina þar tvær stefnur sem nú þegar voru komnar frarn í þessu máli nefnilega fræðslustefnuna við skólann í Röddirig, sem um var getið og vakningarstefnu Kolds; og þetta gerði hann á dásamlegan hátt, þá er hann stofri- aði hinn rnikla og fræga lýðháskóla í þorp- iu Askov, hálfa mílu vegar frá þáverandi landamærum Danmerkur og Þýskalands. Hann, guöfræðingurinn, sem sökum sinnar miklu þekkingar í kirkjusögu, átti kost á því, að gerast kennari við háskólann í þeirri grein, hann fann ekki neina van- sæmd fyrir sig að taka bústað í hreysi einu til sveitanna, og vinna þar að því, ásamt konu sinni, sem var af háum ættum, og vini sínum og skólabróður, guðfræðingn- um og tónskáldinu Heinrich Nutzholm, að menta bændalýðinn. Sérstaklega í notkun móðurmálsins í ræðu og riti, skáldskap og sögu, landafræði og félagsfræði og nátt- úrufræði. Og ekki létu þeir sér minna ant um aö vekja trú og siðgæði bændanna, kærleik þeirra til lands og þjóðar og ein- lægan vilja til framfara. Skólinn i Askov byrjaði sem sagt mjög fátæklega hið ytra. Það var lágt und- ir loft í litlu skólastofunum; en þeir menn sem hér hófust handa, þeir áttu ekki að eins víðtækari þekkingu en tlestir aðrir —- heldur og einnig sterkari trú á kærleikans guð, stærri hugsjónir og rneiri fórnarvilja en flestir aðrir, og það gerði starf þeirra blessunarríkt og bar það fram til sigurs. Það höfðu, frá því fyrsta, komið nem- endur á þennan skóla Schröders i Askov, sem höfðu notið kenslu áður, og það hvatti hann mjög til þess að endurbæta skólann, og gefa ýtarlegri kenslu en verið hafði í fyrstu. Þessu fékk hann svo framgengt ár- ið 1878, með tilstyrk bænda og allra lýð- háskólamanna í Danmörku. Náipstíminn varð tveir vetur, og margir aörir ágætis- menn gengu nú í þjónustu skólans, á meðal þeirra Paul la Cour prófessor, sem er þekt- ur á rneðal allra mentaðra þjóða, sem nátt- úrufræðingur og stærðfræðingur. Eins og gefur að skilja, kendi hann þau fög í skól- anum; Schröder og Nútsholm skiftu aftur á móti rnilli sín sögunni og bókmentasög- urini, rneðan aðrir ungir guðfræðingar tóku að sjer kenslu móðurmálsins og útlendra mála, og eins í landafræði, félags- fræði, líkamsfræði, leikfimi og söng, sem einnig var í hávegum haft. Nemendurnir voru orðnir, þegar hér var komiö sögunni,.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.