Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1921, Side 1

Skinfaxi - 01.01.1921, Side 1
1.-2. BLAÐ REYKJAVÍX, JAN.— FEBR. 192fí. XII. ÁR. Utaníarir félagsmaxma. Síöasta ár (1920) var óvenju mikiS um utanfarir af hálfu ungmennafélaga. Þrátt fyrir vi'Sskiftakreppuna og áframhald- andi dýrtiö, hafa þær byrjaS á ný og fjöldi félagsmanna farið utan í ýmsum erindum. Þegar styrjöldinni og hinum hættulegustu farartálmum sem henni fylgdu létti af, þá fanst ungu mönnunum aftur tími til kom- inn að hefja förina til erlendra þjóða, til þess að sjá og kynnast framkvæmdum þeirra og lífsstefnum. Það er mjög æski- legt, að sem flestir ungir íslendingar fari utan, þá er þeir hafa fengið hér heima stað- góða þekkingu á þjóðlegfum gruhdvellS, þegar dómgreindin er orðin það skýr, að menn gleypi ekki við hverjum erlendum sið, hversu lélegur og óhentur, sem hann kann að verða vorum högum, en jafn nauð- synlegt er hitt, að menn sjái meira og heyri en ættland sitt og eigin venjur, áður en skapgerðin er orðin óbreytanleg ogj lífs- skoðunin svo föst, að þeir heyrandi hvorki sjái né skilji. Fámenn ])jóð og afskekt eins og vér, getur margt lært af stórþjóðunum, þar sem mennirnir hafa í skjóli greiðrar samvinnu, auðs-og mildra lífskjara, safnað margvís- legum sannindum og bygt á þeim margs- konar verklegar framkvæmdir og venjur er vér kunnum lítt slcil á, þó að þær hins vegar gætu lyft þjóð vorri á æðra stig velmegunar og þroska. Vér höfum setið of lengi einangraðir. Þess vegna er þörfin meiri að vér skiljum vel kröfur tímans, sjáum að vér erum á eftir, gefum gaum að, hvað hagnýta má úr erlendri menning og höfum vilja og samtök til að hagnýta það. Utanfarirnar geta því bæði vakið æskumennina til framkvæmda og aukið þeim víðsýni og kjark, eins og þær endur- nýja starfsþrek fullorðinsáranna og blása mönnum í brjóst nýjum hugsjónum og til- lögum í félagsmálum og í heimi verklegra framkvæmda og lista. Um uppruna, vöxt og áhrif hinna norrænu lýðháskóla. En þessir ungu lýðháskólamenn, sem beritu þjóð sinni, þá er hún var í sorg og niðurlægingu stödd, á hið þróttmikla líf sem hún áður hafði lifað, gátu þeir nú endurreist það — því það var það, sem var takmark þeirra? Jú, þeim hepnaðist það. Um það vitnar alt í þjóðfélaginu. Um það vitria fyrst og frernst sjálfir lýðháskólarn- ir, 80 að tölu, sem eru fastar borgir þess kristindóms og þjóðlegu menningar, sem hefir lyft hinni dönsku bændastétt upp frá því, að vera fáfróð undirtyllustétt, til að gerast merituð og dugandi stétt með aða!- áhrifum á öll opinber mál ríkisins; um það vitna heimilin, með samræðum sínum og söng, snyrtilegum byggingum og frjó-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.