Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 2
10 SKINFAXI megi þeir láta urigmennafélögin sigla sinn eigin sjó. En af hverju, sem menn hafa nú dreg- ist mest frá ungmennafélögunum, þá er þaS vist, aS félögin hafa ekki veri‘8 nægi- lega undir það búin, og sá er gallinn, aö oflítiS hefir veriö hirt um aö búa í hag- inn fyrir yrigri félagana og styrkja þá til starfa. Þegar þeir menn, sem mikiS hefir bygst á í félagsskapnum fara frá, þá ver'Sa þar oftast tiílfinnanleg skörö eftir. En þó er hitt verra, að þeir yngri tapa oft áræði og trú á félagsskapiium fyrir þaS, a8 eldri félagarnir skildu viS hann svo skeyting- arlitiö og sýnast sjálfir hafa tapaS allri trú á framtíð hans líka. Þeim yngri fer þá aS vonum líkt, sýnist að lítils sé aö treysta meö félögin og inrian skams séu þeir og leystir frá öllum veg og vanda líka. ViS þetta bætisti enn, að hér á landi hafa allmargir menn litiS ungmennafélagsskap- irin lítt trúuðum augum frá byrjun. — Og nú, þegar á fletsari hátt hefir harðnaö í ári, og ungmennafélögin fengið aö kenna á því líka, og sumstaöar dofnað, þá þykir þessum mörinum, sem sín spá taki a8 ræt- ast. Þykjast þeir nú me8 fullum rétti geta prédikaS, aS ungmennafélögin verSi hvorlci langæ né til mikilla þrifa. Alt þetta, með ýmsum fleiri ástæðum, veldur því, aö margir þeirra, sem enn eru með í félögunum, taka einnig alvarlega að efast um framtíö og gildi félaganna. Þyk- ir þeim, sem þau hafi annaðhvort verið öfgar þeirra manna, sem fyrir þeim hafa gengist, eins og sumir grunrisýnir andstæð- ir menn þeirra, láta sér tíðast um munn fara, ellegar ekki séu likur til, að þau geti nokkurntíma náð ])ví takmarki, sem þeim var ætlað. — Þetta er félagarina skaðleg- asti galli, þvi að þau málefni, sem menn hafa vantrú á, takast þeim trauðlega. Og fæstir munu til lengdar endast til að leggja stund á þaö, sem þeim er vonlítið um að takist. II. í Noregi, þar sem er fyrirmynd okkar ungmerinafélagsskapar, er þessu alt öðru vísi varilð. Fjöldi merkra manna, sem áð- ur hafa veriö starfsmenn innan félaganna eða hliðstæöir þeim, eru þeim til liðveislu : kenriarar, lýðháskólastjórar, prestar og há- skólastjórar víðsvegar út um land alt, eru þeirn til aðstoðar, hvar sem þörf gerist. Tala máli þeirra á mannfundum og opin- berum stöðum, flytja ræður og fyrirlestra við inót og samkomur, eða feröast milli fé- laga, skrifa um þau og störf þeirra í blöð- um og tímaritum o. s. frv. Og eldri menn og betur megandi eru þeim til aðstoðar og standa á bak við verklegar og kostnaðar- samar framkvæmdir. Þvi hafa félögiri get- að ráðist i að koma upp stórbyggingum o. fleiru. Til dæmis má þar nefna gistihúsið ,Bondaheimen‘ í Kristjaniu, eign ungmenna- félagsins þar, eitt af veglegustu og bestu veitinga- og gistihúsum í borginni og meira sótt en riokkurt annað. 1 flestum öðrum norskum bæjum og þorpum, eiga félögin gisti- eða veitingahús. Siðastliðið ár, hef- ir samband ungmennafélaga Hörðalands. (fylkssambandilð) bygt upp að nýju mikinri og merkilegan hagleiksskóla á Voss — „Den norske kunsthandverksskolen“. Kost- aði byggingiri nær 150 þúsund króna, og hefir svo rikíð tekið að sér að kosta rekst- ur hans, að mestu. A sama hátt er því og variö um mót eða samkomur, sem þar eru alsiða, héraðasam- komur að sumrum og skíðasamkomur að vetrum o. fl. Ýmsir landskunnir embættis- menn gera sér ferðir — stundum allangar —- til að flytja ræður og fyrirlestra eða aðstoða á arinan hátt. Þannig var það til dæmis á héraðssamkomu einni mikilli í sunnanverðum Guðbrandsdal (skamt frá Litlahamri) síðastliðið sumar. Síra Andrés. Hovden flutti þá guðsþjónustu i byrjun og fyrirlestur — um Snorra Sturluson — síð- ar um daginn. Þangað kom og Paul Berg

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.