Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 3
SKINFAXI 11 frá Kristjaníu, þáverandi rá'öherra, til þess aö flvtja þar annan fyrirlestur o. s. frv. Félögin eiga og lýöskóla út um landiö, kvennaskóla o. fl. Blööin norsku — jafnt landsblöiSin sem bygöar og héraöa —, flytja stööugar fregn- ir um flest, sem ungmennafélögin aöhafast. Og vart veröur litiö svo í nokkurt norskt blað (af landsmálsblöðunum), aö ung- mcnnafélaganna sé ekki að einhverju leyti getiö. Flér henti ])að líka á fyrri árum ung- mennafélaganna, að blöðin — helst ísa- fold eða Lögrétta og Norðurland á Akur- eyri — mintust á unmennafélögin. En nú er það viðburður að sjá ungmennafélaga getið í íslenskum blöðum, að fráteknu þeirra eigin blaði — Skinfaxa —, og vart nokk- urt arinað blað en Tíminn lætur hlýlegt eða uppörfandi orð falla í þeirra garð. Á þessu litla, sem hér er drepið á, ætti að vera nokkurnveginn auðséð, hver fima munur er á afstöðu og ástandi norskra ung- merinafélaga og íslenskra. Og hvað miklu lengra norsku félögin eru þess vegna á veg komin. Fyrir öfluga aðstoð sinna hjálpar- manna og sameiginlegan dugriað, hafa norsku félögin riú náð fullu trausti og við- urkenningu allrar norsku ])jóðarinnar og eru orðin að hiriu voldugasta menningar- afli í norsku þjóðlífi. Af norskum ungmennaélögum mætti auð- vitað margfalt meira segja, sem hér verður þó ekki við komið. En fyrir okkur, islenska ungmennafélaga, eru norsku ungmerina- •félögin það fyrirdæmið, sem vert er að at- huga óg draga nokkrar ályktanir af. Heimsókn. íþróttamannanna norsku mun eflaust verða talin stórmerkur atburð- ur í íþróttasögu íslands. Úrvalalið úr elsta og fjölmennasta íþróttafélagi Noregs er sent hingað, til þes að sýna íþróttir sinar og taka þátt i ýmsum kappleikjum íslenskra iþróttamanna. Og þessir norsku iþrótta- menn koma eigi eingöngu til þess að sýna listir sínar. Þeir koma sem frændur og vinir í heimsókn, og til þess að kynnast landi og lýð. Þeir sýna hugþekkan áhuga sinn með þvi að heilsa íslandi með fyrsta og síðasta versi af „Eldgamla ísafold“, áður en skipið lagði að bryggju í Reykjavík. Og árla dags næsta dag leggja þeir sveig á gröf Jóns Sigurðssonar, og formaður fararirinar minn- ist foringjans rnikla með stuttri ræðu. Viðtökurnar* í Reykjavík voru myndarlegar, fóru prýðilega úr hendi og urðu xþróttamönnum Reykjavíkur til rnikils sóma. Fögnuður móttakenda og mannfjöldans — rnargra þúsunda — var einlægur og hjartanlegur, og blöðin i Reykjavik hafa síðan farið mjög hlýlegum aðdáunarorðuhi um norsku íþróttamennina og sýningar þeirra. Því miður verður eigi sagt, að náttúra lands vors hafi brosað við þessurn kær- komnu gestum vorurn. Að vísu var undur- fagurt sólbros yfir vesturfjöllunum urn kvöldið, er „Sirius“ hafnaði sig hér. En bæði sýningarkvöldin voru illhryssingslega kaldranaleg, svo að átakanlega reyndi á kjark og karlmensku iþróttamannanna til þess að stilla svo skapi sínu og hreyfingum öllurn, að sýning þeirra tækist sæmilega, hvað þá yrði svo framúrskarandi tilkomu- mikil og snildarleg, scm raun varð á. Er vonandi, aö fóstra vor sýixi þcim sum- arásjónu sína, með fegurstu sólbrosunum sínum, bæði á ísafirði og á Akureyri, — og annars á ferð ]xeirra kring um land. Hér skal lauslega drepið á helstu atriöi úr umsögn blaðanna um fimleikasýningu Norðmanna: „Vísir“ 20. júní: „Dynjandi lófatak kvað við, þegar Norðmennirnir gengu inn á völl- inn. Mátti þar sjá íturvaxna menn, með

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.