Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 5
SKINFAXI 13 1. Rannsókn kjörbréfa. Kosnir 2 menn til að rannsaka kjörbréf fulltrúa, Brynjólf • ur Bjarnason og Magnús Blöndal. Voru allir mættir furidarmenn samþyktir full- trúar. 2. Starf fjóröungsins.. FjórSungsstjóri skýrði frá starfi fjórðungsins á árinu. íþróttanámskeið haldið í Borgarfirði og á Eyrarbakka en fórst fyrir í Rangárvalla- sýslu, enda hef'ði fjárhagur verið þröngur og skýrslur og skatta varitaði frá ýmsum félögum. Einn fyrirlestrarmaður hafði ferðast um Borgarfjörð. Sambandsþing U. M. F. í. hafði ekki verið haldið eins og til stóð, og því engar breytingar orðið á fjórðungnum. Yrði því að haga starfi fjórðungsins líkt og að uridanförnu. 3. Féhirðir las upp reikninga fjórðungs- ins. Eign fjórðungsins 11. maí er kr. 783.66. Kosnir til að endurskoða rdikninga fjórð- ungsins Sigurður Snorrason, Björn Guð- mundsson og Eggert Guðmundsson. 4. Fjármál, fyrirlestramál og íþrótta- mál. Skýrði forseti frá því, að þessi mál yrði að ræða á líkum gruridvelli og á und anförnum fjórðungsþirigum. Urðu siðan nokkrar umræður um íþróttamálin. Tillaga kom frá Þórsteini Þórarinssyni, um að kjósa 3 manna.nefnd til að athuga íþrótta- málin sérstaklega. Var hún samþ. og þess- ir’ kosnir í nefndiiína: Aðalsteinn Sigmunds- son, Sigurður Greipssori og Sigurður Snorrason. Síðan var kosin 5 manna nefnd í fyrirlestra og fjármálin. Voru þessir kosn- ir: Björri Bjarnarson, Svafa Þorleifsdóttir, Þorsteinn Þórarinsson, Halldóra Sigurðar- dóttir og Brynjólfur Bjarnason. 5. Kosning til sambandsþings. Forseti gat þess, aS vegna þess að Sambandsþihg heföi enn ekki veriö haldið, og sumir full- trúar sem kosnir Voru á síðasta fjórðungs- þingi hefðu ekki tækifæri til að mæta á því, gæti komið til mála að kjósa yrði full- trúa á ný. í málinu var samþýkt svohlj. till. frá Sig. Snorrasyni, mcð 14:4 atkv. „Þar sem sambandsþingi ungmenna- félaga hefir nú að nýju verið frestað, en þeir fulltrúar, sem kosnir voru á síðasta íjórðungsþingi eru nú komnir víðsvegar, svo að eigi eru líkur til að þeir geti sótt þingið, telur fjórðungsþirigið réttara, að kjósa fulltrúa að nýju.“ Samþykt var að kjósa 3 manna nefnd í málið, og þessi kosriir: Björn Bjarnarson, Sigurður Snorrason og Jóna Þorbjarnar- dóttir. Fundarhlé til kl. 3 siðd. 2. f u n d u r var settur klukkan 2^4 e. h. 6. Endurskoðeridur lögðu fram endur- skoðaða reikninga fjórðungsins. Höfðu þeir ekkert við reikningana að athuga. Frsm. Sig. Snorrason gat þess, að mikil vanskil væri á greiðslu á sköttum frá einstökum fél., og stakk upp á, að fulltrúar þeir, er staddir væru á þinginu frá fél. er skulda, greiiddu þær skuldir á þinginu. Reikning- arnir samþ. í e. hlj. 7. Fjárhagsmál og fyrirlestramál. Fram- sögum. nefndar þeirrar, er kosin hafði ver- ið til að fjalla um þau mál, Þórsteinri Þór- arinsson, lagði fram svohljóðandi Fjárhagsáætlun Sunnlendingafjórðungs U. M. F. í. 1921-22. Tekjur: Eftirstöðvar frá f. á. ........ kr. 783.66 Áætlaður skattur frá fél. .. —- 600.00 Kr.. .1383.66 Gjöld: Til íþrótta ................... kr. 400.00 — fyrirlestra ................ — 500.00 — heimilisiðnaðarnámsskeiða — 150.00 Kostnaður við f jórðungsþing... — 50-00 Kostnaðúr við fjórðungsstjórn —* 50-00 Óviss útgjöld..................—■' 50-00 Eftirstöðvar til næsta árs .... — 183.66 . Kr. 4383.66

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.