Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 8
16 SKINFAXI SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Terð: 2 króuur. — Gjalddagi fyrir 1. júll. Kitstj.: Ólafur Kjartansson, Skóluvörðustíg 35. Pósthólf 516. Leikmót íslands 1921. 17. júní. Náttúran ger'ði sitt til þess að gera daginn hátíSlegan, þvi glaða sólskin var fram und- ir kvöld. Það leyndi sér heldur ekki, að hátíð var í Reykjavíikurbæ; fáni var á hverri stöng og skipin á höfninni voru fán- um prýdd frá þilfari a'ö efsta húni. Leikmótið hófst kl. tæplega tvö, þá byrj- aði hornablástur á Austurvelli, og mesti fjöldi fólks þyrptist niður í bæ. Þaðan var haldið suður að kirkjugarði, eii staðnæmst þar meðan Sig Eggerz flutti ræðu um. Jón Sigurðsson; að því búnu var lagður sveig- ur á leiðið og haldið af stað suður á íþrótta- völl. A. V. Tulinius setti mótilð, en næstur talaði Bjarni Jónsson frá Vogi, fyrir minni íslands. Það hafði verið búist við, að norsku íþróttamennirnir gætu tekið þátt í mótinu þá um daginn, en skipið, sem þeir voru með, kom ekki fyr en kl. io síðd. þennan dag, og var þá leikum lokið þann dag, en íþróttamenn fylktu liði og gengu niður á uppfyllingu undir fánum sínum, Ármanns, íþróttafél. Rvíkur og A.-D., með íslenska fánann í fylkingarbroddi. Var Norðmönn- unum fylgt frá skipi upp á Austurvöll af iþróttamönnum, en þar voru fyrir menn þefr, er þeir skyldu gista hjá hér í bænum, og fóru þeir því þaðan sinn í hverja áttina. II. Fimleikar. í þeim var ekkí kept um verðlaun, en fyrsta dag mótsins sýndi flokkur kvenna frá íþróttafélagi Reykjavíkur, undir stjórn Björns Jakobssonar fimleikakennara. Þó að eg hafi ekki mikið vit á að dæma þessa íþrótt, þá þori jeg að segja, að þessi sýn- ing tókst ágætlega, og var til sóma bæði þeim sem sýndu og kenriaranum. Síðar á mótinu sýndu Norðmenn sína leikfimi, en af þvi að á það er minst á öðrum stað í blaðinu, þá get eg verið fá- orður um það. Hvert einasta mannsbarn mun hafa orðið hrifið, og fylst undrun yfir því, hve langt er hægt að komast í þessari íþrótt, því öllum fjöldanum hér í bæ mun ekki hafa gefist tækifæri til að sjá þvílíka sjón fyr. III. Útiíþróttir. Undir þennan lið tel eg öll hlaup, stökk og köst. Eg hirði ekki um að segja frá því i sömu röð og það fór fram á mótinu og heldur ekki get eg sagt nema frá best- um árangri í hverju. 100 metra hlaup. Þátttakendur voru n 1. verðlaun hlaut Tryggvi Gunnarsson frá Ármanni í Reykjavík. Hann rann skeiðið á 12,2 sek. ísl. met sett af sama 1920, er 12 sek. 800 metra hlaup. Þátttakendur 9. 1. verðl. sami. Hljóp á 2 m. 11 sek. ísl. met sett af honum 1920 er 2 m. 8,8 sek. 1500 m. hlaup. Þátttakendur 12. Fyrstur varð Guðjón Júlíusson frá U. M. F. Aftur- elding og Drengur. Hann rann skeiðið á 4 m. 28,6 sek., og er það ísl. met. 5000 m. hlaup. Þátttakendur 12. 1. verðl. hlaut sami. Rann skeiðið á 17 m., sem er íslenskt met. 5000 m. víðavangshlaup. Þátttakendur 6. Þar varð Guðjón einnig hlutskarpastur. Hljóp það á 19 m. 8 sek. Þetta var i fyrsta sinn sem þessi vegalengd var hlaupin sem víöavangshlaup, svo það er einnig ísl. met. (Frh.) Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.