Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1922, Page 1

Skinfaxi - 01.03.1922, Page 1
Alt er þegar þrent er. Landbúnaður og' fiskiveiðar hafa frá upphafi verið talin aðalatvinnu- og bjargræðisvegir okkar íslendinga. Um sjávarútveginn og sjávaraflann vissu margir eða allir; þorskurinn okkar, sem fór fyrst hertur og svo saltaður suður um öll lönd, sagði frá þessu; þess vegna fengum við líka þorskinn í merki okkar sem atvinnutákn og um leið þjóðartákn. En þorskurinn brást oft á litlu, völtu, opnu fleytunum okk- ar, stundum vertíð eftir vertíð. Við hefðum þá verið illa komnir, ef ekki hefði verið neinu öðru að tjalda. En þá bjargaði landbúnaðurinn; hann var þá sterka reipið. það hefði því ekki verið úr vegi, að lofa annað hvort sauði eða kú að hýrast við hliðina á þorsk- inum í þjóðarmerki okkar. En land- búnaðurinn, þótt sterkara og seigara i’eipið reyndist að öllum jafnaði, gat bka brugðist. Ár komu, stundum í röð, stundum með lengri bilum, er skepnur iéllu, stundum svo að segja kolféllu í ýrusum héruðum. Ægir hjálpaði þá stundum vel upp á sakirnir, en fárétt- að var þá án efa oft hjá þjóð vorri, og stundum var hún án efa svöng. En ekki hefi eg rekið mig á það, hvernig sem veltist um þessa tvo aðalatvinnu- vegi, að orð sé á því gert, að þjóð vor hafi gengið nakin eða hálfnakin, nema uf svo mætti teljast nú, síðan farið var að ganga hér í silkisokkum. — Nei, það hefir, að eg hygg, aldrei verið gerandi orð á nekt þjóðarinnar. Og hvers vegna ekki? Af því við höfum talið atvinnuvegina á draugavísu: land- búnaður, sj ávarútvegur, einn, tveir, all- ir eru þeir. En þá viintar einn, þann þriðja: iðnaðinn. þjóð vor hefir líka verið iðnaðarþjóð; þess vegna hefir hún sjaldan eða aldrei gengið nakin. Ef þjóðarmerkið okkar gamla hefði því átt að tákna annað en að við vær- um þorskar, átt að tákna aðalatvinnu- vegi okkar, þá hefði þurft að koma snældunni þar laglega fyrir, ásamt þorskinum og sauðnum. Já! þjóð vor var líka iðnaðarþjóð; iðnaður hennar hefir fram til vorra daga verið þriðja fláin, sem hún hefir flotið á. það hafa ekki verið hér að vísu stórar verk- smiðjur með háreistum reykháfum o. s. frv., en það var sú tíð, að svo að segja hvert einasta heimili var verk- smiðja, þó í smáum stíl væri. Smiðja á hverjum bæ; vefstóll líka og hefil- bekkur; alstaðar meira og minna af tólum; alt eða flestalt heima gert: hvert ílát og kyrna, amboð, reipi, hestajárn, jafnvel naglar; allur fatnað- ur unninn utast og inst, hver skór gerður o. fl. o. fl. Á ekki þjóð, sem svo þjónar sjálfri sér, skilið að heita iðnaðarþjóð? Og þjóð vor gerði betur en að vinna upp á sjálfa sig, hún vann líka upp á aðra. Árið 1849 er í Land- hagsskýrslum þetta talið útflutt af ull- arvinnu: 8405 peysur; 91145 pör sokkar;

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.