Skinfaxi - 01.11.1922, Qupperneq 3
«3
SKINFAXI
drotnum. Fórnfýsi einstaklingsins kem-
ur miklu betur í ljós, í sjálfboðavinn-
unni en ella, heldur en ef hann væri
þvingaður til að leysa af henni svipað
starf með lagaboði. I sambandi við þetta
má geta um vísir að heyforðabúrum,
sem einstök ungmennafélög liafa reynt
að koma á fót. Félagsmenn hafa heyjað
nokkra kapla að sumrinu, og geymt þá
til vetrarins iianda þeim sveitungum
sínum, sem mesta þörf höfðu fyrir lieyið.
Þá hafa sum félög lagt til ókeypis
vinnu við vegarspotta einhversstaðnr í
sveitinni til að létta undir kostnað við
vegagerð hreppsins, og greiða fyrir sam-
göngum innanhéraðs. Nokkur félög hafa
útbýtt gjöfum til fátækra barna eða
annara snauðra manna, líka haldið jóla-
tré fyrir fátæk börn, komið á fót sjúkra-
samlagi, styrkt utanfélagsmenn til að
leita sér lækníshjálpar, tekið þátt í hjúkr-
unarstarfi o. fl.
Mörg ungmennafélög beita sér fyrir
handavinnu og heimilisiðnaði. Þau hafa
haldið sýningar á munum sínum bæði
innan- og utanfélags, og veitt verðlaun
fyrir best gerða bluti. Sumstaðar hafa
þau haldið heimilisiðnaðarnámsskeið,
og kent bæði félagsmönnum og öðrum
ýmsa vinnu, sem þeir annars hefðu far-
ið á mis við að læra.
Ungmennafélagar hafa ekki síður en
aðrir fundið sárt til þess, hve vinnu-
brögðum er yfirleitt mjög ábótavant hjá
þjóðinni, þeir hafa því tekið fegins liendi
hverjum góðum bendingum, sem stuðla
til umbóta, á þessu sviði. Að tilhlutun
félaganna hefir kappsláttur verið sum-
staðar háður á iþróttamótum og öðrum
samkomum, sem þau hafa stofnað til.
Slátturinn er sú vinnutegund, sem nauð-
synlegt er að leysa sem best af hendi.
En þess er þó sennilega eigi langt að
bíða, að tekin verði upp kappvinna í
ýmsum öðrum vinnutegundum, enda
er þess sannarlega þörf. Vinnuflýtir og
vinnuvöndun kemur til greina í kapp-
vinnunni, hún getur því átt við hvert
einasta starf, sem fyrir kemur í daglegu
lífi. Kappvinnan styrkir manninn og
þroskar hann bæði andlega og líkam-
lega, hún stendur því jafnfætis líkams-
æfingunum, livað þetta snertir, en hún
tekur þeim fram að því leyti sem menn
leysa af liendi með henni arðberandi
vinnu.
Það yrði oflangt mál að rita hér ýt-
arlega um öll þau störf, sem ungmenna-
félögin hafa með höndum innan félags-
skaparins, flest þeirra snerta rneira og
minna hag héraðanna, þar sem félögin
eiga heima, eða þjóðarínnar í heild sinni.
VII.
Það kemur fyrir stöku sinnum að
ungmennafélagar gefa sér tíma til að
lyfta sér upp, í tómstundmn sínum, sér
til skemtunar. Stundum sameina sig tvö
eða tteiri félög, ef þess er kostur, og
fara í skemtiferð einn góðan veðurdag
að sumrinu. Þá er jafnan farið eitthvað
út fyrir sveitina, þangað sem landið er
bæði fagurt og frítt. Enginn getur val
ið sér hollari skemtun en þá að skoða
landið og njóta náttúrufegurðarinnar á
hlýjum og björtum sumardegi, það hress-
ir bæði líkama og sál.
Þegar litið er yfir störf ungmenna-
félagsskaparins í heild sinni, er óhætt
að fullyrða að enginn félagsskapur,
hvorki fyr né síðar, liér á landi, hefir
stutt eins mikið að alhliða menningu
þjóðarinnar, þegar tillit er tekið til þess
hve stuttan tíma hann er búinn að starfa.
A sínum tíma mun hann verða metinn
að verðleikum, og þess má vænta að
honum verði skipaður sess i sögu þjóð-
arinnar, þegar skráð verður um það
tímabil, sem félagsskapurinn ruddi sér
braut hér á landi. Að vísu hefir félags-
skapurinn fengið viðurkenningarvott
fyrir starfsemi sína. Auk þess, sem ýms-