Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1922, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1922, Blaðsíða 4
S4 SKINFAXI Skinfaxi Útgefandi: Samb. Ungmennafél. íslands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. ir mætir menn liafa, sýnt honum viður- kenningu beeði með gjöfum og á annan hátt, hefir honum verið veittur styrkur af opinberu fé í viðurkenningarskyni fýrir starfsemi sína. Styrks þes.sa nýtur hann enn. Síðasta alþingi hjó raunar af honum 200 kr., en þess er þó vænst að hann verði hækkaður aftur áður en langt um iíður. Félagsskapnum munar um þetta þó ekki sé meira. En það sem lakara er, að fyrir þessa sök er hætt við að dragi úr áhuga félagsskaparins og dofni yfir störfum hans. Enginn félagsskapur, jafn fjölmennur hérálandi, hefir starfað með eins lítið fé handa á milli og ungmennafélögin. Styrklækk- unin kemur þarna ómaklega niður, þar sem vitanlegt er að enginn féíagsskap- ur hér á landi hefir eins víðtækum störfum að gegna sem hann, og sem öll miða til almenningsheilla. Sumir menn eru svo bráðlátir að þeir vilja helst uppskera ávextina samstund- is og verið er að sá til þeirra, og svo er um þá, sem vilja strax sjá mikinn árangur af störfum ungmennafélaganna. Félagsskapurinn er ennþá svo ungur að ekki er við þvi að búast að ávextir af störfum lians séu meiri en þeir eru. - En á einu sviði hefir hann þó unnið þrekvirki, hann hefir breytt að miklum mun hugsunarhætti manna og menn- ingarbrag til híns betra, þar sem hann hefir náð að festa rætur, þegar þess er gætt, hve starfsár hans eru fá og kríng- umstæðurnar erfiðar. Ahrifin, sem æsku- lýðurinn verður fyrir í ungmennafélög- unum, eru þegar komin í ljós, og þau gera það betur er fram líða stundir. Hér hefir ekki verið getið um neina þá mann, sem við ungmennafélögin hafa verið riðnir og ekki heldur nefnd nein einstök félög. Að þvi kemur að saga ungmennaféiaganna vci'öi rítuð, ef þau halda áfram að starfa með sarna áhuga hér eftír sem hingað til. Slík saga mætti ekki síðar koma út, en á 25 ára afmæli imgmennafélagsskaparins; það verður 1931. Hér hefir aðeins verið drepið á fá- ein atriði í störfum, sem félögin fást við, er því' margt ótalið enn, sem vert væri að minnast á. G. 1). Afmælisár. Það er algengt að mörg félög halda afmadishátíð eftir ákveðinn áratug. Við það tækifæri minnast þau, að jafnaði, á það sem á dagana heflr driíið frá því að félagsskapurinn var stofnaður. Þetta er góður og gildur siður. Vel getur veiið að sum ungmennafélög ha.fi þenna sið, en þó mun það ekki vera alment. Iívert einasta ungmennafélag á landinu ætti —• á 5 eða 10 ára fresti — aþ iialda upp á afmæli sitt. Það er nauð- synlegt, að staldra við liálfan eða heil- an áratug, til þess að líta yfir farinn veg — yfir stárfsárin að baki sér, og þá ekki síður til þess, að athuga þær leiðir, sem unt er að l'ara, til að ná því marki, sem framundan er, og sem fé- lagið hefir áformað að keppa að. Það væri vel viðeigandi að stjórn hvers ungmennafélags kæmi því til leið- ar, að Skinfaxa yrði sent stutt ágrip al' sögu félagsins, f'yi'stu 5 eða 10 stai'fs- árin. Þetta gæti oi'ðið mjög lærdóms- ríkt fyrir félagsskapinn í heild sinni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.