Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1922, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1922, Blaðsíða 7
SKINFAXI 37 meðalverk að lækna hana. Eftir því sem verslun og viðskifti liafa aukist virðist hafa farið í vöxt, hjá mönnum, að trassa að greiða réttmæta skuld. I fornöld var sá talinn mesti ódrengur, sem ekki greiddi skuld sína, þó lítil væri. En nú eru margir menn svo til- finningarlausir fyrir óreiðu í peuinga- sökum, að þeim finst ekkert athugavert við það, þó að sumar skuldir séu aldrei borgaðar. Areiðanleik manna á öðrum sviðum má marka á því, hvað þeir eru skil- visir í peningasökum. Æskilegt væri að ungmennafélög tækju þetta mál til íhugunar og reyndu að gera eitthvað fyrir það, ef hægt væri. Það er nauðsynlegt að menn setji sér einhverjar reglur að fara eftir í þessu efni, t. d. að stofna aldrei til skuldar nema fyrirsjáanlegt sé að hún verði borguð á réttum gjalddaga, og að semja við skuldunaut á ný, verði lionum ekki greidd skuldin á ákveðnum tíina. Orðlieldni. Orðheldnin er náskyld skilvísinni. Þess vegna fer það oft saman að vera áreiðanlegur í viðskiftum og efna orð sín. Það er sagt um suma menn að ekki megi reiða sig á nokkurt þeirra orð, og aftur um aðra, að það standi eins og stafur á bók, það sem þeir lofa. Þetta er að vísu nokkrar öfgar, en því miður er það alt of algengt, livað menn eru hirðulausir með það að efna orð sín. Ot't stafar þetta af hugsunarleysi og gleymsku. Hverjum manni er það auðvelt að lofa aldrei öði'u en því, sem hann getur efnt; það er einföld og góð regla. Bækur. Aldrei hefir bókagerð og blaðaútgáfa verið eins mikil hér á landi og um þessar mundir. Og líklega er engin þjóð í heimi — að tiltölu við fólksfjölda og efnahag — eins bóklmeigð og lestrarfús og lslendingar. Það er þvi óhætt að segja, að vér stöndum flestum erlendum þjóðum á sporði í bóklestri. En það er sitthvað að vera bókfróður og að vera verkfróður. Auk bláðanna mun skáldrit og sagn- fræði, mest vera lesið, en minst af fræðibókujn, sem fjalla um verklegar framfarii', enda er minst gefið út, og minst keypt af slíkum bókum. Máltækið segir: Segðu mér hverjir félagar þínir eru, þá skal eg segja þér hvei' þú ert. Þetta gildir líka hvað bækurnar snertir. Þær eru félagar vorir og vinir. Islendingar bera það með sér, að þeir lesa mest af skáldritum, fyrir þá sök hafa þeir vanrækt ýmsar verk- legar framkvæmdir, og kunna yfliieitt lítið til þeirra. Ef vér höfum þurft að rækta skóg, byggja höfn, velja járn- brautarstæði, leggja vatnsleiðslu, reisa vandað hús o. s. frv. höfum vér orðið að leita til útlendinga og fá þá til að leggja á ráðin, hvernig þessi störf skuli framkvæmd og standa fyrir þeim, meðan vér unum oss við skáldritalesturinn. Gildi félagsskapar. Pélagsskapui', samvinna og samtök vöru lítt þekt á Islandi á fyrri öldum, enda var þá heldur ekki um miklar framfarir að ræða, hjá þjóðinni. Það var ekki fyr en seint á 18. öld, að ein- stöku menn fara að fá hugmynd um þörf fyrir félagsskap og samtök. Þegar líður á 19. öldina, fer að ryðja sér fil rúms allskonar félagsskapur liér á landi, og þá fara líka að koma áber- andi framfarir á mörgum sviðum. Þá er grundvöllurinn lagður að íiestum þeim stærri félögum, sem nú eru starf- andi í landinu, eins og t. d. búnaðar-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.