Skinfaxi - 01.11.1922, Blaðsíða 8
88
SKINFAXI
félögum, kaupfélögum, bindindisfélögum
o. íi. o. fl. Ungmennafélögin koma fyrst
til sögunnar árið 1906. Þau teljast því
til 20. aldarinnar.
Alstaðar þar, sem lieilbrigður og nýt-
ur félagssicapur er starfandi, eflast fram-
farir og menning. Félagslaus og sam-
takalaus þjóð er mcnningarsnauð. Allar
framfarir, sem orðið hafa liér á landi,
á síðustu áratugum, í landbúnaði, versl-
un, siglingum og öðru því er horflr
þjóðinni til menningar, eiga rætur sínar
í félagsskap, samvinnu og samtökum
landsmanna. Þetta stafar af því að
góður félagsskapur lætnr heill almenn-
ings sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum
einstaklingsins.
Nú á dögum eru ýms félög orðin svo
almenn að því nær liver maður á land-
inu er riðinn við eitthvert þeirra. Er
þó erfiðara að halda saman félagsskap
hér á landi, en hjá flestum öðrum þjóð-
um, vegna strjálbygðar og vondra sam-
gangna.
Tæplega er nokkru málefni sigurs
auðið nema því að eins að það njóti
stuðnings einhvers félagsskapar.
Félög eru mismunandi þörf, eða nyt-
söm, fer það eftir því, hvað þau starfa
fyrir göfugar hugsjónir, hve stefnuskrá
þeirra er víðtæk, og að hverju tak-
marki þau keppa. Því göfugra og hærra
takmark, sem einhver félagsskapur setur
sér, því nytsamari er hann fyrir þjóð-
félagið.
Ungmennafélögin standa ekkj að baki
neinurn félagsskap hér á landi. Störf
þeirra eru bæði víðtæk og margbrotin,
þau grípa inn í flest velferðarmál þjóð-
arinnar, og miða öll að almenningsheijl.
Þau byrja starfsemi sína á æskulýðn-
um. Það gerir enginn annar félagsskapur.
Þau undirbúa unglingana undir lífið, og
gera þá starfshæfa í öðrum félagsskap,
og færa um að taka að sér ýms opin-
ber störf hjá þjóðinni.
Rit Guðm. Hjaltasonar. Sambandsstjórn-
inni hafa boi’ist noickur áski’iftarbréf að
ritum G. H. Einn maður fyrir utan ung-
mennafélagsskápinn hcflr snfnað 40 kaup-
endum á sama blaðið, en svo liefir líka
sést aðeins 1 kaupandi á einu blaði, og
það er frá starfandi ungmennafélagi.
Síst skyldi maður þó ætla, að þátttakan
yrði svona léleg úr þeirri átt. Félagið
liefir lofað að kaupa þetta eina eintak
handa bókasafni sínu. Eg geri ráð fyr-
ir að þessi litla þátttaka stafi af mis-
skilningi. Vitanlegt er að bókasöfn og
lesti'arfélög eru stofnuð, meðal annars
til þess,- að koma i veg fyiár óþörf bóka-
kaup. En liér er alt öðru máli að gegna,
með því að kaupa rit G. H., þar eru
ungmennafélagar að vinna fyrir sitt eig-
ið málefni. Þeir eiga að styðja að því
eftir mætti að ritið verði gefið út. Þetta
liefir líka annað ungmennafélag skilið.
Það hefir safnað rúmlega 20 áskrifend-
um á sitt blað, og er það meira en bú-
ast mætti við frá einu félagi.
Með útgáfunni — ef hún kcmst í fram-
kvæmd — er verið að reyna að styrkja
ekkju þess manns, sem lielgaði alla sína
ki’afta í þágu ungmennafélaganná og
yfirhöfuð æskulýðsins í landinu — manns,
sem var sönn fyrirmynd annara bæði í
oi’ði og verki. Ilann tók banameinið í
síðustu fyrii'lestrarferðinni frá einu ung-
mennafélaginu.
Það virðist engum skyldara en ung-
mennafélögum að leggja á sig ofurlitla
kvöð til þess að styrkja einstæðings
ekkju þessa manns, sem lagði svo mikið
i sölurnar til að fræða og menta æsku-
lýðinn. G. I).
Þeir félagsmenn, sem enn hafa ekki
greitt blaðið', eru beðnir að gera skil
með desembci’- og janúar-póstunum, í
síðasta lagi. — Þar eð gjalddagi er 1.
júlí, vei’ður eigi til minna mælst en
l'ullnaðar gj-eiðslu um áramót._________
Prentsmiðjan Aeta.