Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1922, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1922, Blaðsíða 2
82 SKINFAXI og hvar til ræktunar. Þá hafa og sum félög komið sér upp l'jikvöllum fyrir útileilca o. s. frv. Bókasöfríum og lestrarfélögum hafa ungmennafélagar komið á fót víðsvegar út um sveitir. Nokkur félög hafa stofn- að bókasöfnin eingöngu handa sveitinni, og annast þá sjálf bókakaup og útlán. Aftur eru önnur félög, sam hafa bóka- safnið aðeins innan félags, en utanfé- lagsmenn hafa þó ærin not af bókunum. Þetta er einn liðurinn í fræðslustarf- semi ungmennafélaganna. Húsnæðisvandræðin í sveitunum — ekki síðui' en í kaupstöðunum, — hafa mjög oft verið bagaleg fyrir ungmenna- félögin. Sum félögin hafa staðið uppi ráðalaus með útvegun á stað til fund- arhalda, og skýli undir bókasöfn sín og önnur tæki. Mörg félög hafa þó bætt úr þessu með því að koma sér upp fundarhúsum. Félagsmenn hafa að mestu leyti unnið sjálfir að þessum húsagerð- um í frístundum sínum. Sum félög iiafa reist timburhús, en nokkur steinhús. Nokkur félög eiga hlut í húsum á móti lireppnum, og hafa þá hjálpað til að koma þeim upp bæði með vinnu og fjár- framlögum. Af þessu má marka, hve góður félagsskapur getur áorkað, með samtökum ogsamhjálp. Fundarhúsin eru mikil hagræði fyrir sveitafélagið í heild sinni. Öll sveitin nýtur góðs af dugnaði og ósérplægni félagsins, hún fær að- gang að húsunum eftir vild til að halda þar hreppsfundi og aðrar samkomur, fyrir lítið gjald, óviðkomandi félags- skapnum. V. Sennilega mun ekkert land í Evrópu vera eins auðugt af heitutn uppsprettum og Island, sem að líkindum lætur, þar sem það er mesta eldfjalhdandið annað en Italía. ■— I fornöld kunnu menn að meta þessa kosti landsins, með því að nota heitu lindirnar fyrir baðstaði og sundlaugar. Vötn eru yfirleitt kaldari hér á landi en í öðrum löndum vegna þess hve sumrin eru stutt og köld. Sói- arhitinn vermir lítið rennandi vatn, verður þa.ð því ætíð of svalt til sund- æfinga, hér koma því heitu uppsprett- urnar í góðar þarfir. Samt hafa þær verið sorglega lítið notaðar til sundæf- inga. Ilefir það eins og arínað stafað af deyfð og framtaksleysi landsmanna. Síðan ungmennafélögin komu til sög- unnar hefir orðið mikil breyting áþessu. Mörg félög hafa bæði búið til sundlaug- ar, þar sem þær voru engar áður og endurbætt eldri laugar, sem fyrirlengri eða skemri tíma voru lagðar niður, og tekið þær síðan til afnota. Félögin liafa bygt sundskýli og haldið uppi sundkenslu og sundæfingum bæði fyrir félagsmenn sjálfa og aðra. Sundnámið hefir því tekið miklum framförum víðsvegar um landið á síðasta áratug. En betur má ef duga skal, enn eru víða. um landið ónotaðar, heitar uppsprettur, er bíða eft- ir einhverjum framtakssömurn mönnum eða félögum, sem taki þær til afnota, fyrir þessa þörfu og nytsömu íþrótt. VI. Sum ungmennafélög í sveitum hafa tekið upp þá tegund hjálparstarfsemi, sem óþekt var hér á landi áður en þau komu til sögurínar. Ilún er sú, að l'é- lagsmenn hafa tekið sér fyrir hendur að vinna nokkra daga endurgjaldslaust að heyvinnu lijá einhverjum bláfátæk- um einyrkja i sveitinni, sem fatlast hef- ir frá starl'i sakir veikinda eða annara orsaka, til að tryggja honum fóður fyr- ir búpening sinn. Þannig löguð sjálf- boðavinna á ekkert skylt við þegnskyldu, sem heimtnð er með lagaboði, eða skip- uð sem skyldukvöð, er lögð var á herð- ar mönnum fyr á tímnm, af konung- legum embættismönnum eða öðrumlands-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.