Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1922, Side 2

Skinfaxi - 01.12.1922, Side 2
90 SKINFAXI Skinfaxi ÚtÉefandi: Samb. Ungmennafél. Islands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. félaga í því, hvað þeim ber að vinna undir þessum kringumstæðum. þeir munu gera það, sem í þeirra valdi stendur, til að halda skildi sínum hreinum, og reka af höndum sér slík- an ófagnað, sem áfengisbölið er. Ferð mín um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu. Fyrir tilstilli Sambandsstjórnar U. M. F. í. fór eg í fyrirlestraferð til ungmennafélaga í Héraðssambandi Eyjafjarðar síðastl. október- og nóvem- bermánuð. þar eð eg þurfti til Iíúsa- víkur hvort sem var, hóf eg fyrirlestra mína þar þ. 17. okt. Hélt eg þar tvo fyrirlestra á vegum ungmennafélagsins, annan í kirkjunni, en hinn í samkomu- húsinu, og voru báðir vel sóttir. það- an fór eg á hjóli að Breiðumýri og hélt þar fyrirlestur þ. 20. okt. í U. M. F. ,,Efling“. Formaður þess félags er Ilelgi Sigtryggsson á Hrafnkelsstöðum í Reykjadal. Hefir félagið góðan stuðn- ingsmann í skólastjóranum á Breiðu- mýri, Arnóri Sigurjónssyni Friðjóns- sonar, sem sjálfur er gamall og góður félagsmaður „Eflingar“. Frá Breiðumýri fylgdi Arnór mér á hestum að Vöglum í Fnjóskadal, og gekk eg þaðan til Akureyrar. Óbland- in ánægja var mér að því að ganga gegnum Vaglaskóg, og sjá, hve mjög honum hafði farið fram síðan eg kom þar síðast, 1905. Og þar sá eg hóp af rjúpum! þær sá eg' einnig víðar á Norðurlandi, svo þær eru alls eigi al- dauða, sem betur fer. I U. M. F. Akureyrar hélt eg fyrir- lestur þ. 22. okt., fyrir miklu fjöl- menni, í hinu stóra samkomuhúsi bæj- arins. Er U. M. F. A. óefað öflugasta ungmennafélag landsins nú sem stend- ur, enda á það mörgum bráðduglegum áhugamönnum á að skipa. Formaður þess er Kristján Karlsson bankaritari, bróðursonur Magnúsar Kristjánssonar alþingismanns og Landsverzlunarstjóra. — Síðan hélt eg inn Eyjafjörð að Saurbæ. Formaður ungmennafélagsins þar er Benedikt Júlíusson á Hvassa- felli. Hélt eg þar tvo fyrirlestra. Býst eg við, að ungmennafélagið hafi góðan styrk af sóknarpresti sínum, sr. Gunn- ari Benediktssyni, Skaftfellingi að ætt. Var hann fyrrum einn af stofnendum U. M. F. ,,Valur“ í Austur-Skatafells- sýslu, og einn af áhugasömustu félags- mönnum þar eystra. — Er það afar- mikils virði fyrir ungmennafélag í sveit, að eiga sóknarprest sinn og aðra mæta menn að málum. Að Múnkaþverá hélt eg fyrirlestur í kirkjunni. Formaður U. M. F. „Ársól“ er Garðar þorkelsson á Rifkelsstöðum. Var bæði skemtilegt og fróðlegt að gistá hjá Stefáni bónda. Er hann nú m. a. að undirbúa rafveitu í þver- ánni. — þaðan fór eg að þverá, og hélt fyrirlestur í U. M. F. „Árroðinn“ þ. 27. okt. Formaður félagsins er Sigfús Hallgrímssón á Varðgjá. Laugardaginn 28. okt. hélt eg fyrir- lestur í U. M. F. Glæsibæjarhrepps. Seinna um kvöldið sóttu ungmennafé- lagar frá Akureyri mig í bifreið þang- að út eftir, og var eg á fundi hjá þeim um kvöldið og fram á nótt. Daginn eftir fluttu þeir mig í „bíl“ út að

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.