Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1922, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1922, Blaðsíða 5
SKIN.F AXl 93 íþróttirnar séu aðeins til að veita skemtun, en ekki hins, að eí'la mann- inn til líkama og sálar. Mest bei' á knattspyrnu. Leikfimi æfð nokkuð á vetrum. Einmenningsíþróttimar ekki eins í hávegum hafðar. íþróttaáhöld þurfa að dreifast út um sveitirnar, hver maður að eiga sinn „dircus“ og sitt spjót, til þess að geta æft í frí- stundum sínum. I bæjum, þar sem menn eiga hægara með að koma sam- an, þurfa íþróttafélögin að afla sér áhalda, sem meðlimirnir geta svo æft sig á í sameiningu. S. K. Fískaklak. Herra þörður Flóventsson frá Svart- árkoti í Bárðardal hefir ferðast í haust um Suðurland til að vekja áhuga bænda á fiskarækt og kenna þeim að færa sér hana í nyt. þórður er roskinn maður, en þó ungur í anda og áhuga- samur. Hann hefir enga borgun tekið fyrir leiðbeiningar sínar og fyrirhöfn, sem hann hefir látið mönnum í té. Á ferðum sínum rannsakaði hann bæði stöðuvötn og' ár, með það fyrir augum, að komið yrði upp klaki í fi'am- tíðinni, þar sem skilyrði væru fyrir hendi. Árangur af ferðum hans hefir orð- ið mikill. í Árnessýslu lét hann reisa klakhús og gera klakstokka, eftir amerískri gerð, á 4 bæjum. Nú er þeg- ar byrjað á að klekja þar út bæði sil- ung og laxi. Bæir þessir eru: Úlfljóts- vatn, Bíldsfell, Vaðnes og Alviðra. Bóndinn á Úlflj ótsvatni lét reisa klakhús og smíða klakstokka, sem taka nálega 300 þús. silungshrogn. Útbún- aðurinn allur kostaði um 90 kr. Ofan í klakstokkana voru lögð um 20 þús. silungshrogn til útklökunar. Á Bíldsfelli var hús fyrir hendi, sem tekið var undir klakið. það er lýst upp með rafmágnsljósi. þar var komið fyrir klakstokk, sem rúmar um 100 þús. laxhrogn. Útbúnaðurinn þar kost- aði aðeins 50 kr. Gert er ráð fyrir að klekja megi þarna út alt að hálfri miljón laxhrogna. Klakhús var reist á Vaðnesi og sett- ir í það klakstokkar, sem rúma alt að 300 þús. lax- og silungshrogn; það kostaði um 105 kr. í klakstokkana voru látin 50 þús. laxhrogn. Á Alviðru var reist klakhús, er kost- aði um 250 kr. í klakstokkana voru þegar látin 370 þús. laxhrogn. Á þess- um 4 bæjum 'hefir þá verið lagt ofan í klakstokkana, á síðastliðnu hausti, um 20 þús. silungshrogn (á Úlfljóts- vatni) og 520 þús. laxhrogn. Öll voru laxhrognin fengin frá Alviðru. Menn bíða með eftirvæntingu að til- raunir þessar takist vel; og það má gera sér vonir um það. Bændurnir, sem komið hafa þessu nytsemdarfyrirtæki í framkvæmd, eiga þakkir skilið, og ekki hvað sízt sá, sem hefir stutt þá með ráð og dáð. þó að einhverjar misfellur komi fyrir, við fyrstu tilraun, má vænta þess, að menn gefist ekki upp, en fikri sig smám saman áfram, eftir því sem reynslan kennir. Menn þeir, sem hér eiga hlut að rnáli, ei'u kunnir að dugn- aði, og hafa áhuga á hverskonar fram- förum. Sumir þeirra, að minsta kosti, hafa verið, og eru enn, áhugasamir ungmennafélagar, og rná vænta hins bezta af þeim í þessu fyrirtæki. Ættu sem flestir að feta í þeirra fótspor. Vafalaust á. fiskaklakið framtíð fyr- ir höndum hér á landi, og' er mikil furða, að það skuli ekki vera orðið alment um land alt. Árangurinn er

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.