Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1922, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1922, Blaðsíða 4
Um fossamálin.............. 1 — Um Einar Benediktsson skáld 1 — Um nýnorskar bókmentir . . 1 — 26 fyrirl. — — Eg- hefi aðeins góðar endur- minningar frá ferð þessari. Viðtökur alstaðar ágætar, og langt fram yfir það. Viðkynning við fjölda fólks yngri og eldri, ánægjuleg og gleðileg. Alstað- ar voru menn afarþakklátir fyrir komu mína og vildu gjarna fá mig aftur. Og fleiri fyrirlestrabeiðnum varð að neita upp á síðkastið. Mér ber eigi sjálfum að dæma um fyrirlestra mína, en það þykist eg mega fullyrða, að þeir muni áorka einhverju til góðs í félögum þeim, er eg heimsótti. Var eg beðinn að bera Sambandsstj órn U. M. F. í. kæra kveðju og þökk félaga þessara, og einnig frá sambandsstjóra Héraðs- sambands Eyfirðinga, Jóni Sigurðs- syni á Akureyri. Eg niun seinna skrifa nokkuð nán- ara um viðkynningu mína af ung- mennafélögum og starfi þeirra þar nyrðra. Læt þetta því nægja að sinni. Sendi eg nú öllum kunningjunum þar nyrðra kveðju mína með kærri þökk fyrir síðast, og óska þeim árs og allra heilla á þessu nýja ári, sem á að færa oss lengra áleiðis að takmarkinu æðsta og göfugasta: Að starfa þannig með hönd og hjarta, að kjörorð vort, ungmennafé- laga, rætist í fögru og þjóðnýtu verki: íslandi alt! þriðja. dag jóla 1922. Helgi Valtýsson. U. M. F. Akureyrar er byrjað á að reisa fundarhús handa sér. Félagsmenn ætla, í tómstundum sínum, að vinna sjálfir við húsgerðina, að svo miklu leyti, sem þeir geta. íþróttan ámsskeíð. Sanrband U. M. F. E. efndi til íþróttanámskeiðs síðastliðið haust og fékk kennara héðan úr Reykjavík, Sigurliða Kristjánsson. Námsskeiðið hófst 2. nóv. og end- aði 26. sama mánaðar. þátttakendur voru kringum 16. Flestir voru af Ak- ureyri, úr íþróttafélögunum þar, „Mjölni“, „þór“ og U. M. F. A., hinir úr ungmennafélögum innan Sambands- ins, út um sveitina. Byrjað var á að kenna köst: kringlu- kast, spjótkast og kúluvarp. Seinna voru tekin fyrir stökkin: hástökk, langstökk og stangarstökk. Jafnhliða köstunum og stökkunum voru tekin hlaup, spretthlaup og lengri hlaup, einnig voru æfð boðhlaup og grinda- hlaup. Kenslan fór fram frá kl. 91/2—12 fyrir hádegi, og’ frá kl. 2—4 eftir hád., auk þess hafði flokkurinn leikfimi tvisvar í viku í leikfimishúsi Gagn- fræðaskólans, sem námsskeiðið hafði til sinna afnota. Seinni hluta námsskeiðsins voru nem- endur látnir hafa ritgjörðir um ein- stakar íþróttir, voru þær síðan leið- réttar og skýrðar af kennara. Tíðar- far valdist frekar vel meðan á náms- skeiðinu stóð, þótt þetta væri áliðið, svo að mestan tímann var hægt að vera úti við. Æskilegt hefði verið, að fleiri hefðu sótt námsskeiðið úr sveitunum held- ur en raun varð á, stafar það sjálf- sagt nokkuð af því, hversu undirbún- ingstíminn var stuttur og menn fréttu seint af námsskeiðinu. Norðlendingar eiga marga efnilega íþróttamenn, en það er með þá, eins og flestalla íslendinga enn á því sviði, að þeiru eru „of lausir“, halda að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.