Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1922, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1922, Blaðsíða 3
9i SKINFAXI Möðruvöllum. Hafði héraðssambandið ,,Kynning“ í Hörgár- og Öxnadal boð- að til fyrirlestrar í kirkjunni á eftir guðsþjónustu. — Frá Möðruvöllum fór eg ríðandi út á Árskógsströnd. Var þá hálfgildings hríðarbylur og á móti að sækja. Iíélt eg tvo fyrirlestra í U. M. F. „Reyn- ir“ á Litla-Árskógssandi, og var þar mjög fjölment, í ekki stærri sveit, þar eð veður var eigi sem bezt. Formaður „Reynis“ er Sigurvin Edilónsson út- gerðarmaður, áhugasamur mjög um ungmennafélagsmál og drengur góður. þann 1. nóv. fór eg svo ríðandi út í Svarvaðardal, til Dalvíkur. Formaður félagsins þar er Stefán Hallgrímsson á Hrafnsstöðum. Hélt eg þar tvo fyrir- lestra, annan á Dalvík en hinn að Grund. þaðan fór eg á mótorbát til Ólafsfjarðar. Á Ólafsfírði sat eg veðurteptur (sökum brims og storma) í fulla viku, og varð eg því allvel kunnugur þar. Hélt eg þar fyrirlestra fjögur kvöld í röð, og jókst aðsóknin með hverju kvöldi. Formaður ungmennafélagsins er pórður Jónsson, bóndi á þórodds- stöðurn, ungur maður og efnilegur. Og margt er þar efnilegra manna í jafn- lítilli sveit. Laugardaginn 11. nóv. komst eg loks á stað til Siglufjarðar á mótorbát. Dvaldi eg einnig þar um viku sökum storma og samgönguleysis. Iiélt eg þar 3 fyrirlestra fyrir allmiklu fjölmenni. Formaður U. M. F. Siglufjarðar er Vilhjálmur Hjartarson prentari. Ilann er einn hinna efnilegustu skíðamanna Siglufjarðar, og hefir unnið fyrstu verðlaun á skíðamóti þar nyrðra. Guðm. skólastjóri Skarphéðinsson hef- ir lengi verið fonnaður félagsins, og er enn einn bezti stuðningsmaður þess. Frá Siglufirði hélt eg aftur til Ak- ureyrar með „Sirius“ þ. 19. nóv. Var nú ferð minni lokið að mestu, en þó bárust fyrirlestrabeiðnir úr ýmsum átturn fram á síðustu stundu. þann 21. hélt eg fyrirlestur í U. M. F. „Framtíðin", að Grund í Eyjafirði, hjá Magnúsi bónda. Var þar gott að koma, og ánægjulegt að gista þetta foma og nýja höfðingjasetur. þakkaði Magnús bóndi sjálfur fyrirlestur minn, og var enginn sjötugs-bragur á orðum hans, enda er hann ungur í anda og ern mjög eftir aldri. — Ungmennafélagar frá Akureyri fluttu mig í bíl báðar leiðir. þann 26. nóv. hélt eg fyrirlestur á skemtisamkomu U. M. F. Akureyrar. Var þar fjölment mjög (full 600 manns), eins og venjulegt er á ung- mennafélagsskemtunum þar nyrðra. þann 29. fór eg á mótorbát út á Kljá- strönd og hélt þar fyrirlestur í ung- mennafélögum Höfðahverfis og Greni- víkur. Formaðui' félagsins í Höfða- hverfi er Ari Bjarnason á Grýtubakka. Var þar allmikið fjölmenni saman komið. — Daginn eftir hélt eg á ný fyrirlestur á Akureyri. Og tveim dög- um síðar, þ. 2. des., hélt eg síðasta fyrirlestur minn í þessari för, að Kroppi. Var það einnig á vegum U. M. F. „Framtíðin“, fyrir tilstilli Hall- dórs Guðlaugssonar bónda í Iivammi, sem er einn af allra áhugasömustu ungmennafélagsmönnum þar um slóðir. þann 4. desember hélt eg loksins heimleiðis með „Goðafossi“, og voru þá fullar 6 vikur frá því, er síðast hafði fallið sjóferð vestur um land frá Akiu'eyri til Reykjavíkur! — — — Alls hélt eg 26 fyrirlestra í ferð þessari, og vom ræðuefnin þessi: Um ungm.félagsmál (æfisaga norsku og ísl. ungm.fél.) . . 16 fyrirl. Um líftryggingar (alþýðu- fræðsla)................... 5 — Um þegnskylduvinnu . . . . 2 —

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.