Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1922, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1922, Blaðsíða 6
94 S K I N F A X J viss, ef rétt er á haldið. Veiði hefir margfaldast í Mývatni, síðan fiskaklak var stofnað þar, og svo mundi víðar eiga sér stað, þar sem silunga- eða laxaklak yrði stofnað. Fiskaræktin getur orðið þjóðþrifa- fyrirtæki; það ætti því að styrkja þá rnenn af opinberu fé, sem mestan dugn- að sýna í því, að koma upp klaki og reka það. Hér á landi mundi mannfellir af hungri aldrei hafa átt sér stað á 17. og 18. öld, ef fiskaræktin hefði þá ver- ið þekt og starfrækt um alt land. G. D. Ný bók. J>orvaldur Thoroddsen: Minningabók, 1. bindi. Bók þessi er gefin út af Safni Fræðafélagsins í Kaupmannahöfn. Hún er æfisaga dr. þorvaldar Thoroddsens og rituð af honum sjálfum. það þarf ekki að taka það fram, að bók þessi er snildarlega samin og fróðleg, eins og alt annað frá hendi þorvaldar. Bindi þetta nær aðeins yfiræskuárin. það kemur þó víða við, og getur um fjölda mentamanna, sem uppi voru um það leyti, sem höfundurinn var að alast upp. Hann segir all ítarlega frá latínuskólanum, eins og hann var á árunum 1866—75, og lifnaðarháttum skólasveina og lcennara. Við lestur þessarar bókar skilur maður miklu betur en áður, hverjar orsakir liggja til þess, að höfundurinn varð svo víðfrægur vísindamaður, sem raun varð á. Eflaust hefðu íslendingar getað átt miklu fleiri mikilmenni og fræga vís- indamenn, en p. Th., ef námsmenn við aðal mentastofnun landsins hefðu ekki jafnframt náminu sökt sér niður í drykkjuskap og ýmiskonar óreglu. þor- valdur leiddi hjá sér þessa skóla- og þjóðarlesti, en í þess stað las hann af kappi, ekki einungis nytsamar og fræðandi bækur, heldur líka — og ekki sízt — á hina stórú bók náttúrunnar, sem öllum liggur opin. Ungir námsmenn ekki síður en aðr- ir, hefðu gott af að lesa æfisögu þor- valdar, og taka æskuár hans sér til fyrirmyndar. U. M. F. Reykjavíkur er nú þegar byrjað að reisa handa sér bráðabirgða- skýli til fundahalda, á lóð þeirri, sem félagið hefir átt nú í mörg ár. Undanfarin ár hefir félagið vantað tilfinnanlega fundarhús, að því leyti hefir það staðið ver að vígi að halda fundi sína en mörg ungmennafélög í sveitum, sem yfir sig hafa komið skýli. Með byggingu hússins má gera ráð fyrir að ungmennafélagsskapurinn í Reykja- vík eigi fyrir höndum að blómgast og dafna. Nýtt héraðssamband. Hóraðssamband ungmennafélaganna í Snæfellsness og Hnappa- dalssýslu var stofnað 24. sept. s. 1. A stofn- fundinum mættu fulltrúar frá U. M. F. Eldborg., U. M. F. Dagsbrún og U. M. F. Staöarsvoitar. Lög voru samþykt fyrir sambandið, og i stjórn þess voru lcosnir: Formður, Guð- mundur Ulugason, Görðum. Ritari, Svein- björn Jónsson, Snorrastöðtim. Féhirðir, Bragi Jónsson, Ilofgörðum. Þá voru og kosnir 3 menn í varastjórn. Samþykt var að nefna sambandið: Iléraðs- samband Ungmennafólaga Snæfellsness og -Ilnappadálssýslu, Skammstafað: Héraðs- samband U. M. F. S. og H. Héraðssambandið er gengið í samband U. M. F. f._____________________________ Prentsmiðjan Acta — 1922

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.