Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 3
SKINFAXI 11 orðum sagt, dáin heiminum og lifir að eins í guði. Guð tekur sér með einhverjum dul- rænum hætti bústað hið innra í sálunni. Og þegar er maður kemur til sjálfs sins, er ekki unt að efast um, að hér hafi ver- ið um vitundarsamband við sjálfan guð. að ræða.« »Það var einn dag,« segir hún ennfrem- ur, »að mér auðnaðist að sjá eitt augna- blik, hvernig allir hlutir sjást og eru í guði. Eg sá þá ekki í þeirra eigin gerfi eða lögun. En eg sá þá eigi að síður. Eg varð gædd þeirri sjón, er sér gegnum alt. Sýn þessi hafði gagnger áhrif á sál mína. Hún er einhver mesta náð, er drottinn hefir veitt mér. Og sýnin var svo dýrleg og sæluþrungin, að hún yfirgengur allan mannlegan skilning.« Hér er sem einingar eða innsæiseðlið hafi haft áhrif á tilfinningalít nunnu þess- arar. Er sem það hafi hafið vitundarlíf hennar upp í æðra veldi. Slík andleg reynsla er ekki eins fágæt og ætla mætti. Andlegar iðkanir Austurlandabúa stefna margar í þá átt að hefja þannig vitund manna í hærra veldi. Svo er annað dæmi, er skal tekið frá vantrúaröldinni, er leið. Bucke hefir maður heitið. Hann var læknir vestanhafs. Ritaði hann bók eina, er hann nefndi Cosmic Consciousness. Gerir hann þar nokkura grein fyrir andlegri reynslu, er hann sjálfur hafði öðlast. Segir hann svo meðal annars í útdrætti þeim, er getur að lesa í riti. Williams James »The Varieties of Religious Experience « : »Það var eitt kvöld; eg hafði verið í boöi hjá vinum minum. Höfðum við ver- ið að lesa kvæði og heimspeki Var því komið framundir miðnætti, er við skildum. Alllöng leið var heim til mín. Eg ók í léttivagni. Var eg í góðu skapi og glöðu. Þakkaði eg það lestrinum og samræðum okkar. Eg var ekki að hugsa um nokkuð sérstakt, heldur lét hugsanir og tilfinning- ar líða gegnum vitund mína. En svo vissi eg ekki fyrri til en eg var í logalituðu skýi. Hélt eg fyrst, að kviknað væri í hús- um og að eldur mikill væri kominn upp í borginni. En á næsta augnabliki komst eg . að því, að eldur þessi var hið innra með mér sjálfum. Rétt í sömu svipan varð eg gagntekinn gleði eða furðulegri fagn- aðartilfinningu. Samtímis eða rétt áður, hafði eg og öðlast einhvers konar skarp- skygni. En henni er mér ekki unt að lýsa. Eg trúði ekki framar, heldur sá, að ger- vallur alheimur er ekki gerður úr dauðum hlutum, heldur er hann ein og órjúfandi og lifandi heild. Eg sannfærðist auk þess um eilíft líf. Þóttist eg þess ekki sann- færður, að eg mundi eiga eilíft líf í vænd- um, heldur að eg lifði þ á þegar eilífu lífi. Eg sá, að allir menn eru ódauðlegir. Eg sá, að öllu er þannig fyrirkomið í heimin- um, að allir hlutir vinna að því að efla hið góða í þarfir heildarinnar og sérhvers einstaklings. Eg sá, að það, sem liggur til grundvallar fyrir þessum heimi og öll- um veröldum, er þetta, sem vér köllum kærleik. Og eg sá, að takmarki því, sem hverjum einstaklingi er ætlað að ná, er s æ 1 a . Sýn þessi stóð yfir nokkur augna- blik og hvarf svo. En endurminning mín um hana og það, er hún fræddi mig um, hefir ekki glatast vitund minni. Þó er nú mannsaldur liðinn síðan. Eg var sannfærð- ur um það, að sýnin birti mér sannleika. Eg hafði komist svo langt, að eg sá, að þetta hlaut að vera sannleikur. Sú skoð- un hefir aldrei hvarflað frá mér, ekki eitt augnablik, og meir að segja ekki. er mér hefir gengið mest á móti.« Þannig virðast þau vera, áhrifin, er inn- sæiseðlið getur hatt á tilfinningalífið. Sam- eining eða samkend eru sérkenni þeirra, er það hefir mannsálina upp í hærra vit- undarveldi. Aðalstafsemin. Hér að framan hefir ver- ið minst á aukastarfsemi innsæis. Hefði í raun og veru verið æskilegt að gera ítar-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.