Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 6
14 SKINFAXI smiðjugólfið. Og það fer illa með mig«. Eg reyndi að eyða þessu og inti hann aftur eftir þessum smíðisgripum, senr hann var að smíða, þegar eg kom inn. Voru hlekkirnir auðsjáanlega gerðir úr einhverri þungri málmtegund. Var sem slæi á þá gullslit. »Eru hlekkir þessir gerðir úr gu 11 i ?« spurði eg. »Nei«, ansaði Manas. »Málmur þessi er nú eiginlega ekki gull, en hann selst sem gull, er hann kemur á markaðinn. ■— Mér skildist á þér kunningi, liérna um daginn að þér mundi koma vel að eignast festi eins og þessa og hafa hana um hálsinn. Ef þú ættir hana, gætir þú auðveldlega látið leiða þig innsæishlekkjum, ef einhver yrði til að halda í annan endann, annað hvort lifandi maður eða dauður. Og eg hélt, að eg hefði komist að því, að þú gæfir ekkert um að þokast úr stað. Getur þú því héðan af haldið kyrru fyrir, eða því sem næst. Hefi eg því hugsað mér að smíða ofuriítinn tjóðurhæl. Hann festi eg við annan andann, svona til vonar og vara. Ekki þarftu þá annað en ganga hringinn í kringum hælinn, eins og þú sérð svo marga gera«. Tók eg þá einn hlekkinn, til þess að vita, hve traustur iiann værí og reyndi að beygja hann. Datt þá af honum gyllingin. Sá eg þá, að það var hægðarleikur að beygja hann, af því aö hann var úr blýi. Eg mátti ekki tefja lengur og kvaddi Manas. Sagði eg honum, er eg fór út úr vetksmiðjudyrunum, að hann skyldi ekki hraða sér með hlekkjafestina. Það væri ekki óhugsandi, að eg þyrfti að fá hann, til að smíða annað fyrir mig, sem þarfara væri en festin sú arna og tjóðurhællinn«. Og svo segi eg, eins og skáldið: »Sagan er enduð, eg segi ekki meira, sá sem vill trúa, hann verður að heyra, í mannlega lífinu margt getur skeð». (Framh.) Héraðssamband Ungmennafél. Eyjafjarðar 1923. (Útdráttur.) Arið 1923, 3. 4. mars, var 2. Héraðs- þing U. M. F. E. háð á Akureyri, undir stjórn héraðsritara Kristjáns Karlssonar, í forföllum héraðsstjóra Jóns Sigurðssonar. Þingið sátu 16 fulltrúar frá 8 félögum. Iþróttir. Samþykt var að leita undirtekta hjá félögum innan sambandsins, um þátt- töku í íþóttanámskeiði á Akureyri, á þessu ári, og skyldi sambandsstjórn ákveða, í samræmi við vilja félagsmanna, hvort náms- skeiðið skuli haldið eða ekkii Ennfremur skorað á öll lélög innan sam- bandsins að stuðla eftir mætti að þátttöku í íþróttamótum á næstkomandi sumri. Skógræktarmál. Þingið felur væntanlegri héraðsstjórn að leita samkomulags við Ræktunarfélag Norðurlands, eða einhvern hæfan mann, um leiðbeiningar við gróðr- arreiti þá, sem til eru eða verða gerðir á komandi sumri hjá sambandsfélögunum. Ennfremur vill þingið mæla fast með því, að öll félög innan héraðsins, helgi skógræktinni dag, hvert sumar, og felur stjórninni að hvetja sem mest til samstarfs í skógræktinni. Þingstörf. Þingið ályktar að framvegis skuli tekinn upp sú regla, að þingmenn skýri, í þingbyrjun, frá störfum félags síns á undangengnu ári. Skólamál. Nefndin álítur að alþýðuskóla- málið sé það mál, sem Ungmennafélögin ættu að halda fram. Nefndin er þvi hlynt, að stofnaður verði alþýðuskóli í Eyjafjarð- arsýslu, svo fljótt sem auðið er og það því fremur sem líklegt er að Gagnfræða- skólinn verði gerður að lærðutn skóla, og því síður sóttur af þeim alþýðumönnum, sem vilja afla sér almennrar fræðslu. Nefndin leggur þvi til að þingið kjósi þriggja manna milliþinganefnd, til að at- huga málið og gera tillögu í því, fyrir næsta héraðsþing.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.