Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 1
IJI.Al) REVKJAVÍK, MAÍ lí)23. XIV. Á K Trúin á landíð. A gullaldardögum bar útþráin Islendinga víða um lönd. Utanferðirnar voru síðasti og oft merkasti þátturinn í uppeldi æsku- mahnsins. En þrátt fyrir féð og frægðár- orðið, sem landinn oft hlaut á ferðum sín- um, var átthagaþráin dýrasti kjörgripurinn, sem hann átti. Hana liafði hann hlotið í vöggugjöf. Hun var horium helgari en alt annað og bar liann heim fyr eða síðar. Farmaðurinn gerðist bóndi og tók að yrkja íslenska jörð. — En frægðin og ferðirnar vörpuðu ljóma á endurminningarnar og ey- landið. Utþráin og átthagaþráin lifa enn í hug- um vaxandi Islendinga. Þær systur eru síungar þó háaldraðar séu, og sannkölluð óskabörn lands og þjóðar. Þó er sú breyt- ing á orðin, að þeir sem utan fara, eru ekki lengur bundnir við að gerast sveita- bændur,- þegar þeir koma heim aftur. Nú er um fleiri brautir að velja en forðum var, og margar þeirra af sumum taldar stórum glæsilegri en sú, sem bændur og bænda- vinir hljóta að fara. En fjalldalasyninum er meðfædd trúin á landið. Hann sér í anda grænar hlíðar og grösug og víðlend tún, hvar sem hann fer, og er sannfærður um að þroski og þjóð- erni íslendinga á eina af sínum meginstoð- um þar, sem landbúnaðurinn er. Margt mætti telja þessu til sönnunar, en hér skal aðeins bent á, að utanferðir Islend- inga í þágu landbúnaðarins, hafa verið fleiri síðustu árin en nokkru sinni fyr. Fjölmarg- ir hafa farið til Noregs og stundað þar verklegt búnaðarnám á sumriri; en dvalið við bóknám á vetrurn. Er það alkunnugt að slíkir menn eru þarfir þjóð sinni, og ekki síður ungmennafélögum en öðrum. Þeir kynnast fyrst og fremst þeirri þjóð, sem er okkur líkari að lunderni og lifnað- arháttum en nokkur önnur, og sjá jafn- framt þær fyrirmyndir, sem íslensk ung- mennafélög hafa verið sniðin eftir. Síðast liðinn vetur lásu 7 íslendingar við búnaöarháskólann danska, og hafa víst aldrei fyr verið jafn margir landar sam- tímis við þann skóla. Þó hefir námstími skólans verið lengdur um heilt ár og námsgreinum fjölgað. Þessi fjölmenni há- skólamanna hópur sýnir, að Island á marga syni, sem horfa einhuga á ákveðið mark í framtíðarlandi sínu. Þeir leggja á tæpasta vað hins erfiða fjármálatíma, til þess að afla sér þeirrar mentunar og lær- dóms, sem hægt er að fá, svo þeir verði færir um að gerast leiðtogar í búnaðar- málum hér heima. G. B. Ný aðferð. Um síðastliðin áramót höfðu svo fáir af kaupendum Skinfaxa greitt síðasta árgang blaðsins, að sambandsstjórninni þótti ekki ráðlegt að halda áfram útgáfunni, án þess að leita fyrir sér um stuðning og frekari skil meðal ungmennafélaga úti um landið,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.