Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 15.05.1923, Page 5

Skinfaxi - 15.05.1923, Page 5
SKINFAXI 13 kalla innsæi, eru komnar beina leið úr smiðju undirvitundar, er vér hér köllum verksmiðju Manasar. Hugeðlið, starfanda undirvitundar, köllum vér Manas smið. Og nú skulum vér athuga dæmið um kvæðið. Hagyrðingurinn sá konuna. Flaug honutn þá samúðarkend hugsun um hug. Manas greip þessa hugsun á lofti. Og hann fór með hana heim til sín, ofan í verksmiðj- una. Skáldmælti maðurinn gleymdi óðar hugsuninni. En Manas smiður gleymdi henni ekki. Hann tók hana og hamraði hana á ýmsa vegu, unz hann hafði búið til úr henni hugmynd um kvæði. Og er hann sá, að hugmynd þessi mundi geta orðið boðleg vara, þá leggur hann hana út í smiðjugluggann sinn. (En smiðjuglugg- ann hans köllum vér heilak Þar hefir hanii hugmynd þessa til sýnis. Heilavitund hag- yrðingsins, er hefir einkasölu á öllum smíð- um Manasar, geðjast vel að hugmynd þessari. Hún pantar hjá honum kvæðið. En það er ekki víst, að þá er hagyrðing- ur þessi fer að segja frá því, hvernig kvæð- ið hefir orðið til, lá-ti Manas nokkuð við getið. Manas er, eins og þér vitið, ekki nema algengur handverksmaður. — Hann jafnast ekki á við listamanninn, hann hr. Intuition. Ef menn heyrðu, að hann hafi verið hagyrðingnum hjálplegur, getur svo farið, að flestir sjái kvæðið ganga í litklæðum listarinnar.- Þau eru ekki fáséð- ir gripir, »nýju fötin keisarans«. Heima hjá Manas. Eg skrapp hér um daginn til næsta bæjar, og heimsótti vin minn, hann Manas gamla smið. Segir ekki af ferðum mínum, fyr en eg kom inn í verksmiðju hans. Eg kom í dyrnar. Sá eg þá, hvar Manas var í grænum vinnu- slopp. Sat hann þá með sveittan skallann við að smíða hringi eða hlekki. Sá eg hvers kyns hráefni umhverfis hann á alla vegu. Lá það víða í haugum og hrúgum. Var það auðséð, að Manas er hagur á margt, og virðast allir hlutir leika í hönd- um hans. Auk þess er hann hamur, að hverju sem hann gengur. Eg heilsa honum með handabandi og þakka honum fyrir alt gamalt og gott. Býður hann mig velkominn, en segist ætla að biðja mig að afsaka það, að hann geti ekki boðið mér til sætis, af því að hann kveðst naumast geta setið kyr, nema þeg- ar hann er við vinnu. Við göngum því um gólf inn í verksmiðjunni. Spyr eg liann almæltra tíðinda. En brátt kemst eg að því. að honum er eins farið og mörgum atorkusömum áhugamönnum, að hann vill helst um það tala, sem hann hefir mestan hugann á, í það og það skiftið. Eg spyr hann því, hvað hann ætli að gera við hringina, sem hann var að smíða. Kveðst hann retla að búa til úr þeim eins konar festi, og hana segist hann ætla að gefa mér. Eigi eg það vissulega skilið, að hann gefi mér þá vinargjöf, þar sem eg kaupi af honum alt, sem hann smíðar og borgi það með þessu ágæta hráefni. Varö mér þá litið um verksmiðjuna. Gat eg ekki betur séð en að vinur mirin ætti þar forða til margra ára. Og satt að segja virtist mér hráefni þetta ekki geta heitið afbragðs vara. Þarna lágu hrúgur hálfhugsaðra hugmynda, sem eg hafði ekki nent aö eiga við. Þar voru og hugsana- brot og hvers kyns rusl, er eg gat ekki séð að gæti orðið til nokkurs. En Manas var ánægður. Hann leit svo á, að hann hefði oft og tíðum komist að mestu kjar- arkaupum hjá mér. »Þú hefir nóg að gera, vinur, nofötu daga, þar sem þú hefir þessi kynstur af hráefni fyrirliggjandi«. »Ekki getur þetta heitið mikið«, svaraði Manas' »ef þú pantaðir að eins dálítið meira hjá mér en þú ert vanur að gera. Það er nú einmitt það, sem mér þykir helzt að þér kunningi, að þú lætur mig ganga löngum alveg iðjulausan. Þá geri eg ekki annað en ráfa hér fram og aftur um verk-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.