Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 2
IO SKINFAXI Var þá all-mörgum félagsmönnum skrifað og leitað til þeirra um stuðning. Þá ferð- aðist og Jens Hólmgeirsson í erindum Sambandsins um Borgarfjarðar- Mýra- Dala- og Húnavatns-sýslur. Enn fremur heimsótti hann U. M. F. »Ungling« í Geiradal og U. M. F. »Gróður« í Kollafirði. Eitt af er- indum hans var að koma skipulagi á inn- beimtu og útbreiðslu Skinfaxa. Var ákveðið að það verði þannig: Innheimtumaður og fréttaritari séu kosnir fyrir blaðið, í hverju félagi. Vinna þeir á ábyrgð félagsins og undir eftirliti félagsstjórnar. Innheimtumað- ur innheimtir áskriftagjöld blaðsins. Hann reynir og eftir mætti að útvega blaðinu nýja kaupendur, og skýrir afgreiðslu þess frá þegar einhver kaupandi í hans umdæmi hefir bústaðaskifti. Innheimtumenn hafa ekki á hendi skiftingu blaðsins milli kaup- enda, heldur er öllum sent það beina leið frá afgreiðslunni. Fréttaritara er ætlað að senda blaðinu smápistla um öll helstu störf og merkustu viðburði, sem gerast innan hans félags og ætla má að ungmennafélagar annarsstaðar hafi ánægju af og miða að þroska félags- skaparins. Blaðið gæti vel borið sig, ef hvert félag trygði því 15 skilvísa kaupendur. Er hér varla til of mikils mælst. Þar sem Jens Hólmgeirsson fór um, var þessum tilmælum mjög vel tekið, og hafa flest félögin þegar kosið innlieitntumann og fréttaritara. Blaðinu hafa nú borist ýms tilboð um aðstoð frá einstökum félagsmönnum. En fast skipulag, eins og það sem nefnt hefir verið hér að framan, þarf að komast á í hverju einasta ungmennafélagi. Fyr er ekki tilvera Skinfaxa fulltrygð. Fyr er ekki að vænta að hann geti gegnt köllun sinni í þarfir félaganna. Með því að margir áhugasamir einstak- lingar og meginþorri félaganna hafa heitið blaðinu fylgi sínu, og telja það einstökum félags- og sambandsmálum algerlega ómiss- andi, þá hefir sambandsstjórnin ákveðið að út komi í ár venjulegur tölublaðafjöldi af Skinfaxa. Það er sambandsstjórninni ánægja að hafa fengið svo góðar undirtektir um stuðn- ing blaðsins, sem raun hefir á orðið, enda treystir hún því ful]komlega, að þau félög, sem ekki hafa síðastliðinn vetur lýst af- stöðu sinni gagnvart Skinfaxa, kunni eins og hin að meta gildi hans. Innsæi og undirvitund. Tilfinningaeðlið. Dulfróðir menn segja, að innsæiseðli manna hafi stundum mikil áhrif og varanleg á tilfinningalíf þeirra. En þau áhrif dyljast sízt. Það má svo heita, að hver maður geti áttað sig á þeim, af því að samfara þeim er ævinlega mikil samúð með því, er hugur mannsins beinist að, hvort sem það er lifandi vera eða dauður hlutur. Fyrir því geta menn ávalt treyst því, að innsæið verður sizt til þess að beina tilfinningalífi þeirra í hat- ursáttina- Tvö dæmi. Hér skal bent á dæmi tvö þessu til skýringar: Theresa in helga hefir nunna heitið. Hún var spönsk að ætt og uppi á sextándu öld. Það er haft fyrir satt, að Jiún hafi öðru hvoru komist í samvitund eða sam- kend með sjálfum guði. Og margt er það, sem bendir á, að hún hafi átt það innsæ- iseðlinu að þakka. Virðist það hafa verið orðið ríkt í sál hennar. Lýsir hún þessum áhrifum óg segir meðal annars , »Sálin veit um alt, er varðar guð, er hún hefir sökt sér niður í einingabæn. En hún hefir enga hugmynd um það, er viðkemur henni sjálfri, né þeim hlutum, er tilheyra heiminum. Er því líkast sem sálin sé svipt þeim hæfileika að geta hugsað um einstaka hluti, þótt hún vildi, þessa stutta stund, er vitundarsambandið varir. Hún er, í fám

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.