Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 4
12 SKINFAXI Skinfaxi Útéefandi: Samb. Ungmennafél. Islands 12 blöð á ári. Vcrð 3 ltrónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Kitstjórn, afgreiðsla og innhcimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. lega grein fyrir aðalstarfsemi þess. En sök- um þess, aö hún er ein og út af fyrir sig nægilegt efni í marga fyrirlestra, skal að eins drepið á hana, örfáutn orðum. Þeir sem hafa lesið þriðja bindi Dul- spekinnar (The Secret Doctrine) eítir Hel- enu P. Blavatsky, hafa og tekið eftir því, að hún telur innsæiseðlið með þeim eðl isþáttum mannsins, er lutn kveður vera skapandi. Innsæiseðlið á því, — að því er hún hyggur, — drýgstan þátt í and- legri sköpunarstarfsemi manna. Listamenn hafa innsæi í ríkum mæli. Þó er ekki þar með sagt, að auka-áhrif þau, er skýrt var frá hér að framan, komi í ljós með lista- mönnum fremur en öðrum. Sérhver listamaður, er listamaður getur heitið, er eins konar skapari. Hann veitir listaverkum sínum h'f af sínu lífi. Vér sjá- um þetta alstaðar, hvort sem við litumst um á sviðum bókmenta, leikmentar, hljóm- listar, pentlistar, líkansgerðar, smíðislistar o. s. frv. Alstaðar sjáum vér blasa við oss lífstnark innsæis. Og sama sérkennið getur að líta á öllum listamönnum. Og það er þetta: Þeir samkenna sig, að meira eða minna leyti, listaverkum sínum. Þetta ger- ir og höfundur tilverunnar. Hann lifir, að því er vér trúum, í listaverki sínu, — tii- verunni. Hugur listamannsins er í lista- verki hans, þótt líkami hans sé frá því genginn. Það sem er með ófullkomnum hætti með mönnum, getur verið með full- komnum hætti með alvitundinni. Lista- maður á bágt með að slíta sig frá lista- verki er hann hefir gert, en alvitundin getur ekki slitið sig frá sínu. Skapandi starfsemi er : aðalstarfsemi inn- sæiseðlisins. En aukastarfsemi þess getur haft örvandi áhrif á hugeðli manna þ. e. glætt skilning þeirra á grundvállaratriði ein- hverra mikilvægra hluta. Hún getur og göfgað tilfinningalífið, tendrað upp sam- úðina. Þetta er innsæi og ekki annaö, að dæma eftir dulrænum fræðum, er eiga að lciða oss að minsta kosti fáein spor í átt til ljóssins, en ekki út í myrkrið fyrir utan salkynni heilbrigðrar skynsemi. ,,lnnsæi“ En svo er margt, sem menn kalla innsæi. Oss dettur eitthvert snjallræði í hug, — eitthvað, er reynist gott og nauðsynlegt. Segjum vér þá, að betta höf- um vér átt innsæi voru að þakka, eða að vér höfum fengið þetta »gegnum intuition« sem kallað er. En vér munum sjá, hvílík fjarstæða þetta er oft og tíðum. Tökum dæmi: Skáldmæltur maður gengur eftir götu heim til sín. Hann mætir konu, sem hann þekkir. Sér hann þá, að hún er venju fremur döpur. Minnist hann þess, að hann hefir heyrt, að hún misti fyrir skömmu barn, er hún unni ákaft. — — Hann kveður konuna og heldur heim á leið. Dettur honum þá í hug að reyna að yrkja erfiljóð eftir barnið. Þykir honum ekki örvænt um, að ljóðin geti orðið til að hugga þessa tregandi móður. Og hon- um lánast fremur vel um ljóðagerðina. Hann sendir konunni kvæðið. Þegar hann hittir hana nokkru seinna, er hún glöð í bragði, og þakkar hún hagyrðingnum mni- lega fyrir kvæðið og segir, að jrað hafi létt af henni harmi að miklu leyti. Var það innsæi mannsins, er kom hon- um til að yrkja kvæðið. Hygg eg að því megi hiklaust neita. Það var ekki innsæi, er kom honum til þess að yrkja. En hvort innsæis hefir svo kent í kvæðinu, verður ekki sagt. Það verður kvæðið sjálft að sýna, þ. e., hvort það hefir orðið listaverk. Manas. Flestar andlegar afurðir, er menn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.