Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.07.1923, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 15.07.1923, Blaðsíða 5
SKINFAXI 45 Þú, sem heiðaörmum í okkur fóstrað hefur og í faðmlög funahlý framtíðina vefur. Undrafrón með ógnarbál undir jökulhæðum, mitt í köldum úthafsál ótal búið gæðum. Þó að ferleg feigðarráð frelsið rækju úr landi aldrei varð samt vargabráð vorfrjáls þjóðarandi. Vonafo'.d með veglaus hraun vörðuð hetjusögum, hér var oft um rökkurraun rætt á Þorradögum, samt á vorin verður oss vetrarhörku að gleyma. Okkar veg og vonahnoss vötn og fossar geyma. Draumaláð í drafnarhyl dagur roðar grundir! Arðlönd góð og gaflaþil gljúfrabrekkum undir. Tærra kristalsstrauma storð, stjörnueyjan bjarta. Þér við helgum öll vor orð, auðnu störf og hjarta! II. Of lengi var setið með bakið bogið bljúgt kyst á vöndinn, hræsnað og logið, merkið borið af kongsþræl og klerk og kaupmanni er hampaði tískunnar serk. Of lengi sat þjóðin hjá gullaldarglæðunum gleymd eins og kulnað bál. Hreykin af sögu og fornaldarfræðunum, fróðust um Egil og Njál. Skyldan hún kallar okkur hin ungu Islands börn frá draumunum þungu, við eigum lífsrétt, land og mál, við liggjum á gulli um dali og ál. Bíðum ei lengur sem börn yfir taflinu, boðorðið kallar: fram! leikum til sigurs, og lömum með aflinu lognsins og doðans hramm. Já réttum nú hálsinn, því æfin er okkar alstaðar huldan, sem töfrar og lokkar, með vonanna fána hátt við hún við helgum oss sviðið frá miði að brún. Ryðjum oss braut út úr þröngsýnis þýfinu að þjóðleiðum sannleikans. Astin á starfinu, landinu, lífínu, er fjöregg hins frjálsa manns A. G. E. Vítishornið. [Erindi flutt á ungmennafélagsfundi að Varmá um Spánarvínið.j Það hefir lengi verið sagt um Islendinga, að þeir væru menn, er ekki létu kúgast. Þetta einkenni verður að nokkru leyti eðli- legt, þegar það er athugað, af hvaða bergi þeir eru brotnir. Forfeður þeirra, landnámsmennirnir, voru þeir mennirnir, er þoldu eigi annara yfirráð og yfirgáfu því óðul sín í ættar- landi og bygðu útsker þetta í hafinu við ísinn. Eflaust hefir þá mörgum manninum ver- ið mikið niðri fyrir við þau vistaskifti. Það sýna að minsta kosti orðin hans Onundar tréfóts, er hann mælti, þegar hann leit Kaldbak fyrst: »Kröpp eru kaup, ef hreppumk Kaldbak — en ek lét akra«. Þessi orð hafa orðið mér minnisstæð síðan ég heyrði þau fyrst, og ekkert hefi ég heyrt af því tægi, er mér hefir þótt lýsa betur hugrenningum og tilfinningum landnemanna, er þeir koma fyrst til þessa kalda eylands úr öðru betra bygðu landi. En þetta vildu þeir heldur en láta kúgast. Og ýmsar eru sagnirnar um Islendinga

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.