Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 1
Bræðrabönd, i. Hvar sem íslendingurinn fer meðal nágrannaþjóðanna, finnur hann að eyj- an hans er fræg af fornum sögum. Fornbókmentir okkar eru stjarna, sem lýst hefir öllum Norðurlöndum, en þó langbezt Noregi. Prófessor Fredrik Paasche hefir sagt: „það voru íslenzk skáld, sem stóðu næst Ólafi konungi á Stiklastöðum. Konungur bauð þeim að kveða um daginn, svo óbornar kynslóðir gætu vitað hvað gerst hefði. íslendingar orktu drengilega um þennan merka dag í Noregssögu, svo sem þeir hafa oft gert, bæði fyr og síðar“. Fr. Paasche segir enn fremur: „Mundum við nú sjálfstæð þjóð, ef ís- lendingar hefðu ekki gefið okkur það, sem við höfum bygt á frelsisbaráttu okkar?“ Bæði Norðmenn og Danir hafa gaman af að ræða um Heimskringlu og önnur fornrit okkar. Tala þeir oft um þau af mikilli virðingu, en jafnan eru þeir ófróðir um íslenzkar nútíðar bók- mentir. ]?egar Danir vilja ræða um þær, byrja þeir venjulega á því að spyrja, hvort Gunnar Gunnarsson sé ekki mesta 'skáld, sem íslenzka þjóðin hafi átt á síð- ast liðnum áratugum. þeim er þá, ef til vill, svarað, að hún hafi átt svo mörg góð skáld og- rithöfunda á 19. og 20. öld, að það sé ekki á margra færi að svara því, hver sé mestur. þá minnast þeir oft á verk Jóhanns Sigurjónssonar og Guðm. Kambans, en með því 'er venjulega talið það, sem þeir vita um íslenzkar nútíðarbókmentir. Nöfn þeirra E. B., M. J. eða E. Kvarans þekkja svo fáir, að íslendinginn hlýtur að furða það. Kemur honum þá oft í hug það, sem Matthías kvað: „Eitt er landið ægi girt“. Hvað veldur því, að nútíðarbókmentir okkar eru svo lítið kunnar? Nokkur ís- lenzk skáld og rithöfundar hafa þó feng- ið mikið lof fyrir ritsmíðar sínar, sem þeir hafa samið á danska tungu. það er eg kunnugt, að íslendingar hafa þýtt heimsfræg skáldverk og tekist oft mæta vel, að dómi þeirra, sem kunna að meta. Fyrir skömmu talaði eg við norskan fræðimann, sem hefir lagt mikið kapp á það að kynnast íslendingum, bæði að fornu og nýju. Ilann sagði: „Nýlega hefi eg lesið bækur eftir prófessor Sig’. Nordal og skólameistara S. Guðmunds- son. Teldi eg Norðmönnum það ómetan- legan gróða, eí' annarhvor þessara manna yrði prófessor við háskólann í Kristianiu". það er ekki fyrir getuleysi íslenzkra ritliöfunda, að nútíðarbókmentir okkai eru svo lítið kunnar utanlands, heldur af því að fátt hefir verið gert til þess að opna þeim leið út yfir hafið. þetta mun íslenzku þjóðinni ómetanlegur skaði, en hitt mun þó verra, að hve nær sem út- lendingar heimsækja okkur, er talað við þá á erlendum málum. Gildir það venju-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.