Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 6
54 SKINFAXI verði meðtækilegur fyrir þau áhrif, sem hefja hann yfir sora þjóðfélagsins. Sak- leysið hefir einnig það gildi, að maður- inn f i n n u r t i 1 með öðrum. Slík sam- úð getur náð því að hreyfa instu streng- ina í sál meðbræðranna, svo þeir gefi hina dýpstu og hreinustu tóna. Sjálfsvirðingin hefir það gildi, að maðurinn virðir sjálfan sig fyrir raun- verulega en ekki ímyndaða kosti, að hann finnur sjálfan sig of góðan til þeirra skarnverka, sem sverta hann. En er þetta þá nóg veganesti ? Nei, enn vantar skjöldinn til að bera móti árásum heimsins. J>að er þ r e k i ð. 0g enn vantar v i 1 j a n n til að fram- kvæma, því gildi lífsins er ekki aðeins fólgið í því að lifa, heldur að sýna það, að maður hafi lifað. „Vilji, þor og vinnugleði er veganesti Iiins unga manns, sem leggur hönd með glöðu geði á gæfusmíði þessa lands". V i 1 j i n n. 1 þessu eina orði felst í rauninni alt verðmæti veganestisins. Öll stórvirki, sem unnin hafa verið í heiminum, eru afleiðingar af einbeittum vilja. Hann er sem magnþrunginn, ólg- andi sær, sem klýfur björgin og ryður þeim úr vegi. Hann getur jafnvel sigr- að í baráttunni við náttúruöflin. Hann getur unnið kraftaverk. En hversu oft er það ekki sem viljan- um er beitt á rangan hátt? Hversu oft er það ekki, sem hann gerir manninn að þræli eigin girnda? Einbeittum manni hættir oft til þess að beita viljanum að þeim hugðum, sem sterkastar eru í fari hans. r ' ' ' Eg hefi einhversstaðar lesið um þann- ig lagaða tilraun: Bundið var fyrir aug- un á nokkrum mönnum og þeir látnir ganga yfir sléttan flöt og áttu allir að stefna að ákveðnu marki. Flestir lentu hægra megin við markið, en aðeins einn náði því. þegar farið var að athuga þetta, kom það í Ijós, að vinstri fótur ásamt vöðv- um var allur betur þroskaður, svo menn- irnir tóku þann fótinn lengra fram, og af því kom sveigjan út af réttri stefnu. Er þetta nú ekki líkt mannlífinu? Okkur hættir tilfinnanlega við því að beita sterkari hliðinni, og því miður er það ekki ætíð betri hliðin, svo við lend- um utan við rétta markið. Maðurinn, sem markinu náði, hafði ekki neina sér- staka hlið, sem hann beitti viljanum á, til að ná réttu marki. En hinir höfðu e i n a stei’kasta hlið og náðu því ekki markinu. Við þurfum umfram alt að þroska sem flestar hliðar, sem okkar eigin sann- færing segir að séu góðar og heilbrigð- ar, beita viljanum vægðarlaust til að gera þær sterkari og koma svo til dyr- anna eins og við erum klæddir. þorið. Kjarkurinn sem maðurinn hefir yfir að ráða, á sinn stóra þátt í manngildi einstaklingsins. Hann er fólg- inn í því, að maðurinn þori að leggja á tæpasta vaðið og fórna öllu því bezta, sem hann á, í straumþunga lífsins. E. E. Héraðssamband U. M. F. S. og H. í sambandi þessu eru þrjú félög, U. M. F. Staðarsveitar, Dagsbrún og Eld- borg. Sambandið telur alls 107 meðlimi. Eftir skýrslum, sem samband þetta hefir sent stjórn U. M. F. í og viðtali við Guðmund Illugason formann Sam- bandsins, má ætla, að félagsmálaáhug- inn sé góður vestur þar og störfin næsta mikil og fjölbreytt. pó að Sambandið sé bæði ung-t og fá- ment, hefir það þó síðastliðið ár haft með höndum flest þau störf, sem ung- mennafélög hafa beitt sér fyrir hingað

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.